Enski boltinn

Sara Björk á skotskónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk skoraði fyrir Rosengård sem komst í úrslitin.
Sara Björk skoraði fyrir Rosengård sem komst í úrslitin. vísir/valli
Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum fyrir Rosengård sem tryggði sér sæti í undanúrslitum sænska bikarsins með sigri á Gautaborg, 2-1.

Gautaborg komst yfir í upphafi leiks, en Sara Björk jafnaði metin. Leikurinn fór í framlengingu þar sem brasilíski snillingurinn Marta skoraði sigurmarkið.

Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði ekki með Gautaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×