Enski boltinn

Lokaspretturinn erfiðastur hjá Liverpool-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Vísir/Getty
SkySports hefur reiknað það út að leikjadagskráin sé erfiðust hjá Liverpool af þeim fimm liðum sem berjast um tvö síðustu sætin sem gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Baráttan um enska meistaratitilinn verður væntanlega einvígi á milli Chelsea og Manchester City nema eitthvað stórt gerist en næstu tvö sætin eru líka eftirsótt.

Manchester United, Southampton, Arsenal, Tottenham og Liverpool ætla sér öll að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð en nú munar fimm stigum á United (3. sæti) og Liverpool (7. sæti).

Manchester United og Southampton sitja núna í sætunum sem gefa Meistaradeildarfarseðilinn en það getur ýmislegt gerst í þeim þrettán umferðum sem eru eftir.

SkySports gerði tilraun til að reikna út hvaða lið á erfiðasta prógrammið eftir og gerði það út frá stöðu væntanlegra mótherja liðanna.



Liverpool

Meðalstaða mótherja: 9,5 sæti

Stig á móti þessum liðum í fyrri leiknum: 23 stig

- Liverpool heimsækir Southampton, Arsenal og Chelsea, en Manchester-liðin City og United eiga eftir að spila á Anfield.



Manchester United

Meðalstaða mótherja: 9,9 sæti

Stig á móti þessum liðum í fyrri leiknum: 23 stig

- United heimsækir Liverpool og Chelsea en bæði Manchester City og Arsenal eiga eftir að spila á Old Trafford.



Arsenal

Meðalstaða mótherja: 11,1 sæti

Stig á móti þessum liðum í fyrri leiknum: 27 stig

- Arsenal heimsækir Manchester United en bæði Liverpool og Chelsea eiga eftir að spila á Emirates.



Tottenham

Meðalstaða mótherja: 11,4 sæti

Stig á móti þessum liðum í fyrri leiknum: 28 stig

- Tottenham heimsækir Manchester United og Southampton og fær Manchester City í heimsókn á White Hart Lane.



Southampton

Meðalstaða mótherja: 11,7 sæti

Stig á móti þessum liðum í fyrri leiknum: 21 stig

- Southampton heimsækir Chelsea og Manchester City og Liverpool og Spurs eiga eftir að spila á St Mary's Stadium.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×