Erlent

Grikkir segja tilboð ESB „óásættanlegt“

Bjarki Ármannsson skrifar
Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðherra Grikklands.
Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðherra Grikklands. Vísir/EPA
Samningaviðræðum Grikklands og fjármálaráðherra Evrópu lauk í dag á undan áætlun eftir að Grikkir höfnuðu boði Evrópusambandsins (ESB) og sögðu það „óásættanlegt.“ Á fundinum, sem fram fór í Brussel, stóð til að endursemja um skuldbindingar Grikkja vegna neyðaraðstoðar ESB.

Jeroen Dijisselbloem, fundarstjóri Eurogroup-fundarins, segir að enn sé tími til þess að semja um framlengingu á 240 milljarða evru láni ESB til Grikklands. Það velti hinsvegar á Grikkjum hvort fundað verði aftur á föstudaginn.

Fyrr í dag sagðist Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ekki bjartsýnn á að samkomulag tækist við Grikki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið vilja óbreytt fyrirkomulag á endurgreiðslu lánsins en Grikkir vilja endursemja um það.


Tengdar fréttir

Taka ákvörðun um björgunarpakka Grikkja

Fjármálaráðherrar ríkjanna 19 á evrusvæðinu hittast í Aþenu á mánudag til að taka ákvörðun um hvort það eigi að framlengja eða enda 172 milljarða evra björgunarpakka fyrir Grikkland, að því er fram kemur í Financial Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×