Erlent

Merkel segir málamiðlun mögulega í málefnum Grikklands

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari.
Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir mögulegt að ná málamiðlun um skilmála varðandi endurgreiðslu lána Grikklands.

Merkel ræddi við blaðamenn fyrir fund leiðtoga Evrópusambandsríkja og lagði áherslu á að „trúverðugleiki Evrópusambandsins væri háður því að staðið væri við reglur.“

Gríski forsætisráðherrann Alexis Tsipras sagðist bjartsýnn að það það muni takast að ná samkomulagi svo hægt verði að binda endi á það sem hann kallar „mannúðarkreppu“ landsins. Segir hann Grikki ekki geta gripið til frekari aðhaldsaðgerða.

Merkel sagði að svigrúm væri til samninga. „Evrópa leitar ávallt að málamiðlunum, enda er það einn af hornsteinum þess að Evrópa hafi náð árangri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×