Enski boltinn

Swansea hafnaði tilboði í Gomis

Gomis á æfingu.
Gomis á æfingu. vísir/getty
West Ham er að reyna að styrkja sig í dag og gerði Swansea tilboð í framherjann Bafetimbi Gomis.

Swansea fékk sjö milljón punda tilboð í Gomis en því tilboði var snarlega hafnað. Swansea vill ekki selja enda þegar búið að selja Wilfried Bony til Man. City.

Gomis vill þó ólmur komast frá félaginu en hann Swansea segir að hann fari ekki neitt. Það þarf því talsvert betra tilboð svo Swansea skoði málin almennilega.

Það er einnig verið að reyna að kaupa bakvörðinn Neil Taylor frá Swansea en WBA hefur áhuga á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×