Enski boltinn

Reynt að brjótast inn hjá Di Maria

Di Maria fagnar í leik með Man. Utd.
Di Maria fagnar í leik með Man. Utd. vísir/getty
Argentínumaðurinn Angel di Maria, leikmaður Man. Utd, lenti í leiðinlegri lífsreynslu um helgina.

Á laugardagskvöld reyndi hópur manna að brjótast inn til hans er Di Maria var inn í húsinu.

Innbrotsþjófarnir reyndu að brjóta bakhurð hússins en öryggiskerfið fór í gang áður en þeir komust inn. Þá flúðu þeir.

Di Maria sat þá við matarborðið ásamt konu sinni og ungri dóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×