Enski boltinn

Fletcher fór frítt til WBA

Það munu eflaust einhverjir stuðningsmenn Man. Utd sakna Fletcher.
Það munu eflaust einhverjir stuðningsmenn Man. Utd sakna Fletcher. vísir/getty
Það eru enn að koma fréttir af félagaskiptum þó svo félagaskiptaglugganum hafi lokað í gærkvöldi.

Ferli Darren Fletcher hjá Man. Utd er lokið en hann fékk að fara frítt frá félaginu í gær. Hann samdi við WBA til tveggja og hálfs árs.

Þessi félagaskipti lágu í loftinu í gær en óvissa var um hvort gengið hefði verið frá þeim í tíma. Það hefur nú verið staðfest.

West Ham var að reyna að fá hann lánaðan í síðustu viku en Man. Utd vildi ekki standa í því.

Fletcher er uppalinn hjá Man. Utd og lék yfir 300 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 24 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×