Enski boltinn

Messan: Vont fyrir Liverpool ef Balotelli byrjar að skora

Liverpool lét ekki til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og Messan ræddi málið.

„Gengið hefur kannski verið þannig í janúar að þeir hafa skipt um skoðun. Ég er sannfærður um að í október og nóvember voru menn hjá Liverpool að spá í að versla," segir Guðmundur Benediktsson.

„Þetta er fljótt að breytast í fótboltanum og til að mynda er Mignolet farinn að spila vel í markinu," bendir Gunnleifur Gunnleifsson á.

„Það er nóg af mönnum að standa sig vel í framlínunni hjá Liverpoool. Það versta sem gæti komið fyrir Liverpool er ef Balotelli fer að skora undir lok tímabilsins. Hann hlýtur að vera að fara í sumar eins og staðan er núna," segir Hjörvar Hafliðason.

Umræðuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×