Enski boltinn

Hvað ef Eiður Smári hefði nýtt þetta dauðafæri?

Eiður Smári Guðjohnsen fékk færið til þess að henda Liverpool úr ensku bikarkeppninni í gær.

Í stöðunni 1-0 fyrir Bolton og 20 mínútur eftir fékk hann frábæra sendingu í teiginn. Hann átti eftir skalla af stuttu færi en skallinn var laus og beint á Mignolet í marki Liverpool.

Mark þarna hefði getað gert út um leikinn en Liverpool kom til baka og vann 2-1.

Eiður hafði áður komið Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu.

Færið má sjá hér að ofan og vítið er fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×