Enski boltinn

Ronaldo besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi

Ronaldo vann kjörið en Rooney komst ekki á lista.
Ronaldo vann kjörið en Rooney komst ekki á lista. vísir/getty
Cristiano Ronaldo fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og hann getur líka glaðst yfir því að hafa verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af stuðningsmönnum.

1.000 manns fengu að taka þátt í kjörinu og stóð til boða að velja Ronaldo, Thierry Henry, Ryan Giggs, Eric Cantona, Gianfranco Zola, Dennis Bergkamp, Steven Gerrard, Alan Shearer, Roy Keane og Patrick Vieira.

Þó svo þarna séu líklega þeir bestu sem hafa spilað í deildinni þá völdu um 15 prósent einhvern annan sem var ekki á listanum.

Ronaldo fékk 24 prósent atkvæða og Thierry Henry var næstur með 18 prósent. Ryan Giggs fékk svo bronsið með 13 prósent.

Eric Cantona kom ekki langt á eftir með 12 prósent rétt eins og Alan Shearer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×