Enski boltinn

Schürrle vildi ekki fara frá Chelsea

Schürrle með Mourinho, stjóra Chelsea.
Schürrle með Mourinho, stjóra Chelsea. vísir/getty
Þjóðverjinn Andre Schürrle var ekkert allt of sáttur við að Chelsea seldi sig til Wolfsburg.

Schürrle vildi vera áfram hjá Chelsea en það lá fyrir í nokkurn tíma að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vildi skipta honum út.

„Ég vildi vera áfram hjá Chelsea en síðustu vikur fór ég að hallast að því að gera eitthvað sem mér þætti skemmtilegt. Það er að spila fótbolta og ég fékk ekki að gera mikið af því hjá Chelsea," sagði Þjóðverjinn.

Hann var seldur á 24,6 milljónir punda til heimalandsins og Juan Cuadrado fenginn í hans stað.

„Ég sé ekki eftir tíma mínum hjá Chelsea. Ég naut mín þar. Síðustu dagar hafa tekið á og nú get ég hugsað um að standa mig fyrir Wolfsburg."

Chelsea keypti Schürrle á 18 milljónir punda frá Bayer Leverkusen árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×