Enski boltinn

Coutinho er á sömu leið og Suarez

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er hæstánægður með frammistöðu Brasilíumannsins Philippe Coutinho í síðustu leikjum.

Coutinho tryggði Liverpool nauman sigur á Bolton í ensku bikarkeppninni í gær og hefur verið í fínu formi í síðustu leikjum.

„Maður er til í að borga pening til þess að sjá þennan strák spila fótbolta," segir Rodgers en hann spáir því að Coutinho eigi eftir að verða einn af þeim bestu.

„Hann verður kominn í heimsklassa eftir tvö ár. Luis Suarez bætti sig stöðugt hjá okkur og ég sé Coutinho feta sömu slóð."

Coutinho er nýbúinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×