Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd voru of feitir

Moyes hefði kannski átt að leyfa leikmönnum að halda áfram í snakkinu.
Moyes hefði kannski átt að leyfa leikmönnum að halda áfram í snakkinu. vísir/getty
David Moyes bannaði snakk hjá Man. Utd á sínum tíma við litlar vinsældir leikmanna.

Ástæðan fyrir því að hann ákvað að banna snakkið var sú að honum fannst sumir leikmenn félagsins einfaldlega vera of feitir.

Rio Ferdinand var á meðal þeirra sem gagnrýndu Moyes fyrir bannið en snakkátið var fyrir löngu orðin hefð hjá Sir Alex Ferguson.

„Ég bannaði þær líka því þær henta ekki inn í mataræði leikmanna," sagði Moyes.

Hann entist aðeins tíu mánuði í starfi en ekki er vitað hvort leikmenn séu aftur komnir á gamla fæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×