Enski boltinn

Síðasti nágranaslagur Gerrard í Liverpool

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gerrard þekkir það vel að skora gegn Everton
Gerrard þekkir það vel að skora gegn Everton vísir/getty
Steven Gerrard tekur þátt í sínum síðasta nágranaslag Liverpool og Everton sem leikmaður Liverpool í dag klukkan 17:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Brendan Rodgers framkvæmdarstjóri Liverpool segir leikmenn Liverpool ekki þurfa frekari hvatningu en að hjálpa Gerrard að vera í sigurliði í síðasta nágranaslagnum sínum í Bítlaborginni.

„Steven býr yfir merkilegum gæðum og viðhorfi. Hann er alltaf til fyrirmyndar og hörfar aldrei,“ sagði Rodgers.

„Ég er viss um að Everton fagni því að sjá hann fara því hann hefur verið stórkostlegur í svo mörgum nágranaslögum. Hann fer alltaf fram með hugarfari sigurvegara og þannig er liðið okkar nú.

„Stevie vill hætta með látum. Ég man eftir fyrsta markinu hans á Goodison, snemma á ferlinum við Gwladys Street stúkuna. Þar svaraði hann stuðningsmönnum Everton þegar hann fagnaði. Hann væri til í það aftur,“ sagði Rodgers en stuðningsmenn Everton höfðu reynt að taka ungan Gerrard á taugum með ekki betri árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×