Enski boltinn

City fékk aðeins stig heima gegn Hull | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Meyler ánægður með sig og má vera það
Meyler ánægður með sig og má vera það Vísir/Getty
Manchester City varð að sætta sig við eitt stig þegar liðið marði jafntefli gegn Hull 1-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

David Meyler kom Hull yfir á 35. mínútu og var Hull marki yfir allt þar til á 92. mínútu þegar James Milner jafnaði metin með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu.

Milner tryggði stigið en City hafði ekki tíma til að tryggja sér öll stigin þrjú.

City er með 49 stig í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Chelsea. Hull er með 20 stig í fallbaráttunni.

Meyler kemur Hull yfir: Milner jafnar metin:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×