Enski boltinn

Leikmenn Manchester United eru að leika upp á framtíðina

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
Louis van Gaal knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United hefur komið leikmönnum sínum í skilning um það að þeir séu að leika upp á framtíð sína hjá félaginu.

Van Gaal hikar ekki við að gera þær breytingar sem hann telur bestar fyrir félagið en h ann hefur selt Danny Welbeck, Shinji Kagawa, Darren Fletcher, Anderson og Wilfried Zaha eftir að hann tók við félaginu í sumar og lánað Nani til Portúgals.

Van Gaal segist ekki hættur ef leikmenn standi sig ekki.

„Allir leikmenn eru að leika upp á framtíð sína hjá félaginu og þeir vita það. Þeir vita að þeir þurfa að standa sig. Ekki bara í leikjum heldur líka á æfingavellinum,“ sagði van Gaal í aðdraganda leiksins gegn West Ham United í dag klukkan 16:15 sem verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.

„Leikmenn verða alltaf að gefa 100% af sér. Kannski voru sumir leikmenn ekki meðvitaðir um það en nú vita þeir það.

„Þetta er ekki auðvelt fyrir mig því ég veit að flestir leikmannanna eru að reyna sitt allra besta. Þegar þú sem framkvæmdarstóri sérð það þá er erfitt að segja leikmanni að hann þarf að fara,“ sagði hinn hollenski stjóri Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×