Enski boltinn

Sánchez klár í slaginn á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest að Sílemaðurinn Alexis Sánchez sé klár í slaginn gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Framherjinn magnaði missti af 2-1 tapinu gegn Tottenham í norður-Lundúnaslagnum á laugardaginn vegna meiðsla, en hann getur spilað gegn nýliðunum á morgun.

Wenger var þó einnig með slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal því Alex Oxlade-Chamberlain verður frá í tvær vikur til viðbótar vegna meiðsla í nára.

„Sánchez er klár í slaginn og það meiddist enginn á laugardaginn. Alexis er okkar besti markskorari og einn af þeim sem vinnur mest fyrir liðið. Það er gott að fá hann aftur,“ sagði Wenger.

Fyrir tapið gegn Tottenham var Arsenal búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar með 42 stig, tveimur stigum á eftir Manchester United í baráttunni um fjórða sætið.


Tengdar fréttir

Enginn Sanchez gegn Tottenham

Arsenal á stórleik gegn Tottenham um helgina og þarf að komast í gegnum hann án stórstjörnu sinnar.

Wilshere er ekki reykingamaður

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Jack Wilshere sé ekki reykingamaður þó svo hann hafi verið gripinn enn og aftur við að reykja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×