Enski boltinn

Enginn Sanchez gegn Tottenham

Það munar um mann eins og Alexis Sanchez.
Það munar um mann eins og Alexis Sanchez. vísir/getty
Arsenal á stórleik gegn Tottenham um helgina og þarf að komast í gegnum hann án stórstjörnu sinnar.

Alexis Sanchez verður nefnilega ekki með liðinu þar sem hann er ekki búinn að jafna sig af meiðslum.

„Hann er ekki tilbúinn. Það er ekki langt í hann og hann gæti spilað næsta þriðjudag," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Sanchez er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu og hefur skilað liðinu ófáum stigum.

Arsenal tókst þó að klára Aston Villa 5-0 án hans. Þó svo það sé enginn Sanchez þá snýr Danny Welbeck til baka en hann spilaði síðast 28. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×