Holuhraun í beinni í Good Morning America Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 15:45 Mynd frá Holuhrauni sem tekin var með dróna. Mynd/Ragnar Th. Sigurðsson Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins. „Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla. Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum. „Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“ Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á. Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum. „Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“ Tengdar fréttir Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins. „Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla. Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum. „Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“ Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á. Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum. „Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“
Tengdar fréttir Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00
Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49