Erlent

Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Frakklandi hefur aukið viðbúnaðarstig víða um land í kjölfar hryðjuverkaárásar á skrifstofur Charlie Hebdo.
Lögregla í Frakklandi hefur aukið viðbúnaðarstig víða um land í kjölfar hryðjuverkaárásar á skrifstofur Charlie Hebdo. Vísir/AFP
Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fimm Rússa vegna gruns um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk í Frakklandi. Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands á mánudagskvöldið.

Í frétt Le Figaro segir að hinir grunuðu séu flestir frá rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu. Saksóknarinn Yvon Calvet segir að búast megi við fleiri handtökum í tengslum við málið.

Lögregluembætti og sérstök deild innan lögreglu sem sérhæfir sig í hryðjuverkum tóku þátt í aðgerðunum. Að sögn á lögregla einnig að hafa fundið nokkurt magn sprengiefna í bænum Sauclières í suðurhluta landsins.

Einn hinna grunuðu á að hafa verið viðriðinn sprengingu sem varð í Montpellier árið 2008, en þá var talið að um slys hafi verið að ræða sem rekja mætti til efnafræðitilrauna.


Tengdar fréttir

Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum

Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag.

Utanríkisráðherrar funda um hryðjuverkahættu

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hittast í dag til að ræða hættuna á hryðjuverkum í álfunni í kjölfar árásanna í París á dögunum og atburðanna í Belgíu þar sem talið er að með naumindum hafi tekist að koma í veg fyrir árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×