Erlent

Utanríkisráðherrar funda um hryðjuverkahættu

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hittast í dag til að ræða hættuna á hryðjuverkum í álfunni í kjölfar árásanna í París á dögunum og atburðanna í Belgíu þar sem talið er að með naumindum hafi tekist að koma í veg fyrir árás.

Eitt helsta umræðuefnið verður hvernig bregðast skuli við þeim sem snúa aftur til Evrópu eftir að hafa barist með samtökum á borð við Ísis og Al Kaída í Írak, Jemen og í Sýrlandi.

Þá mun fundurinn einnig snúast um samskiptin við Rússa en skiptar skoðanir eru um það innan sambandsins hvernig bregðast skuli við aðgerðum Rússa í Úkraínu þar sem þeir styðja leynt og ljóst við bakið á uppreisnarmönnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×