Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 09:00 Björg Thorarensen var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. Vísir/Getty „Ég tel ótvírætt að öll sú vinna sem átti sér stað á þessum árum kæmi í mjög góðar þarfir,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor, aðspurð um hvort sú vinna sem fram fór í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu myndi nýtast, tæki ný ríkisstjórn ákvörðun um að taka upp viðræður að nýju. Björg var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. „Vinnan sem fram fór nýtist auðvitað að einhverju marki. Það er búið að gera ítarlega greiningarvinnu á íslenskum rétti, lögum og reglum og því sem þarf að breyta og þeim snertiflötum sem þarf að fara yfir.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi þann 4. janúar síðastliðinn að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar væru lítils virði í dag. „Eins og forsætisráðherra segir – að það sé ekkert gagn í þessari vinnu – þá er það rétt eins langt og það nær, ef pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar er ekki til staðar,“ segir Björg. „Ef það er ekki pólitískur áhugi á að nýta þessa vinnu til neins þá er það auðvitað rétt. En þetta fyrst og fremst pólitískt mat forsætisráðherra. Þó að greiningarvinnan geti nýst þá breytist löggjöfin ört og það eru að verða sex ár síðan þessi vinna hófst.“ Björg leggur áherslu á að óbeinn ávinningur aðildarviðræðnanna hafi einnig verið mikill. „Viðræðurnar nýttust þannig að þær kynntu betur starfsemi Evrópusambandsins þannig að almenningur á nú betri kost á að taka afstöðu bæði til kosta og galla sambandsins. Svo tel ég að íslenskir embættismenn hafi fengið mjög góða innsýn í störf sambandsins. Það komu ótrúlega margir að þessari vinnu og þessi reynsla gerir íslenska embættismenn betur upplýsta um ýmis atriði sem gagnast við framkvæmd EES-samningnum.“ Þá nefnir Björg að hún telji Alþingi, sérstaklega utanríkismálanefnd, hafa fengið ágætis æfingu í hvernig megi undirbúa virka þátttöku þingsins í svo mikilvægu utanríkismáli og aðhald með ríkisstjórninni. Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Ég tel ótvírætt að öll sú vinna sem átti sér stað á þessum árum kæmi í mjög góðar þarfir,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor, aðspurð um hvort sú vinna sem fram fór í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu myndi nýtast, tæki ný ríkisstjórn ákvörðun um að taka upp viðræður að nýju. Björg var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. „Vinnan sem fram fór nýtist auðvitað að einhverju marki. Það er búið að gera ítarlega greiningarvinnu á íslenskum rétti, lögum og reglum og því sem þarf að breyta og þeim snertiflötum sem þarf að fara yfir.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi þann 4. janúar síðastliðinn að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar væru lítils virði í dag. „Eins og forsætisráðherra segir – að það sé ekkert gagn í þessari vinnu – þá er það rétt eins langt og það nær, ef pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar er ekki til staðar,“ segir Björg. „Ef það er ekki pólitískur áhugi á að nýta þessa vinnu til neins þá er það auðvitað rétt. En þetta fyrst og fremst pólitískt mat forsætisráðherra. Þó að greiningarvinnan geti nýst þá breytist löggjöfin ört og það eru að verða sex ár síðan þessi vinna hófst.“ Björg leggur áherslu á að óbeinn ávinningur aðildarviðræðnanna hafi einnig verið mikill. „Viðræðurnar nýttust þannig að þær kynntu betur starfsemi Evrópusambandsins þannig að almenningur á nú betri kost á að taka afstöðu bæði til kosta og galla sambandsins. Svo tel ég að íslenskir embættismenn hafi fengið mjög góða innsýn í störf sambandsins. Það komu ótrúlega margir að þessari vinnu og þessi reynsla gerir íslenska embættismenn betur upplýsta um ýmis atriði sem gagnast við framkvæmd EES-samningnum.“ Þá nefnir Björg að hún telji Alþingi, sérstaklega utanríkismálanefnd, hafa fengið ágætis æfingu í hvernig megi undirbúa virka þátttöku þingsins í svo mikilvægu utanríkismáli og aðhald með ríkisstjórninni.
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent