„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2015 14:54 Fjármálaráðherra kallar eftir efnislegri umræðu um ESB. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á næstu dögum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp hörð viðbrögð þjóðarinnar við tillögu um viðræðuslit sem lögð var fram seinasta vetur. Fjölmenn mótmæli voru meðal annars haldin nokkra laugardaga í röð þar sem fólk kom saman og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Guðmundur spurði Bjarna hver væri hugur hans til tillögu um viðræðuslit. Hann sagðist ekki muna það öðruvísi en að Bjarni hefði sagt á síðasta þingi, þegar svipuð tillaga kom fram, að finna yrði einhverja leið til að þjóðin gæti komið að málinu. Bjarni sagði afstöðu sína skýra. Hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn aðildarumsókn og þá hefði niðurstaða landsfunds Sjálfstæðisflokksins verið sú að Íslandi sé best borgið utan ESB. „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu. [...] Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann of mikið gert úr forminu, það er með hvaða hætti leiða ætti málið til lykta. Guðmundur sagði þá að ríkisstjórnin hefði ekkert umboð til að slíta viðræðunum formlega þar sem ekkert stæði í stjórnarsáttmála um það. Ríkisstjórnin yrði að sækja sér slíkt umboð með alþingiskosningum. Bjarni sagðist þá kalla eftir efnislegri umræðu um málið: „Hvað þýðir það að ganga í ESB? Ég kalla eftir efnislegri umræðu um það. Þegar hún fer fram mun öldurnar lægja í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á næstu dögum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp hörð viðbrögð þjóðarinnar við tillögu um viðræðuslit sem lögð var fram seinasta vetur. Fjölmenn mótmæli voru meðal annars haldin nokkra laugardaga í röð þar sem fólk kom saman og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Guðmundur spurði Bjarna hver væri hugur hans til tillögu um viðræðuslit. Hann sagðist ekki muna það öðruvísi en að Bjarni hefði sagt á síðasta þingi, þegar svipuð tillaga kom fram, að finna yrði einhverja leið til að þjóðin gæti komið að málinu. Bjarni sagði afstöðu sína skýra. Hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn aðildarumsókn og þá hefði niðurstaða landsfunds Sjálfstæðisflokksins verið sú að Íslandi sé best borgið utan ESB. „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu. [...] Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann of mikið gert úr forminu, það er með hvaða hætti leiða ætti málið til lykta. Guðmundur sagði þá að ríkisstjórnin hefði ekkert umboð til að slíta viðræðunum formlega þar sem ekkert stæði í stjórnarsáttmála um það. Ríkisstjórnin yrði að sækja sér slíkt umboð með alþingiskosningum. Bjarni sagðist þá kalla eftir efnislegri umræðu um málið: „Hvað þýðir það að ganga í ESB? Ég kalla eftir efnislegri umræðu um það. Þegar hún fer fram mun öldurnar lægja í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15
Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54