„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2015 14:54 Fjármálaráðherra kallar eftir efnislegri umræðu um ESB. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á næstu dögum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp hörð viðbrögð þjóðarinnar við tillögu um viðræðuslit sem lögð var fram seinasta vetur. Fjölmenn mótmæli voru meðal annars haldin nokkra laugardaga í röð þar sem fólk kom saman og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Guðmundur spurði Bjarna hver væri hugur hans til tillögu um viðræðuslit. Hann sagðist ekki muna það öðruvísi en að Bjarni hefði sagt á síðasta þingi, þegar svipuð tillaga kom fram, að finna yrði einhverja leið til að þjóðin gæti komið að málinu. Bjarni sagði afstöðu sína skýra. Hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn aðildarumsókn og þá hefði niðurstaða landsfunds Sjálfstæðisflokksins verið sú að Íslandi sé best borgið utan ESB. „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu. [...] Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann of mikið gert úr forminu, það er með hvaða hætti leiða ætti málið til lykta. Guðmundur sagði þá að ríkisstjórnin hefði ekkert umboð til að slíta viðræðunum formlega þar sem ekkert stæði í stjórnarsáttmála um það. Ríkisstjórnin yrði að sækja sér slíkt umboð með alþingiskosningum. Bjarni sagðist þá kalla eftir efnislegri umræðu um málið: „Hvað þýðir það að ganga í ESB? Ég kalla eftir efnislegri umræðu um það. Þegar hún fer fram mun öldurnar lægja í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að tillaga um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lögð fram á næstu dögum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp hörð viðbrögð þjóðarinnar við tillögu um viðræðuslit sem lögð var fram seinasta vetur. Fjölmenn mótmæli voru meðal annars haldin nokkra laugardaga í röð þar sem fólk kom saman og krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Guðmundur spurði Bjarna hver væri hugur hans til tillögu um viðræðuslit. Hann sagðist ekki muna það öðruvísi en að Bjarni hefði sagt á síðasta þingi, þegar svipuð tillaga kom fram, að finna yrði einhverja leið til að þjóðin gæti komið að málinu. Bjarni sagði afstöðu sína skýra. Hann hefði á sínum tíma greitt atkvæði gegn aðildarumsókn og þá hefði niðurstaða landsfunds Sjálfstæðisflokksins verið sú að Íslandi sé best borgið utan ESB. „Ríkisstjórnin hefur engin áform um að halda viðræðunum áfram. Það er of mikið gert úr því að ríkisstjórnin vilji koma fram með þennan vilja og lýsa honum með atkvæðagreiðslu hér í þinginu. [...] Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann of mikið gert úr forminu, það er með hvaða hætti leiða ætti málið til lykta. Guðmundur sagði þá að ríkisstjórnin hefði ekkert umboð til að slíta viðræðunum formlega þar sem ekkert stæði í stjórnarsáttmála um það. Ríkisstjórnin yrði að sækja sér slíkt umboð með alþingiskosningum. Bjarni sagðist þá kalla eftir efnislegri umræðu um málið: „Hvað þýðir það að ganga í ESB? Ég kalla eftir efnislegri umræðu um það. Þegar hún fer fram mun öldurnar lægja í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15 Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
Von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra á von á nýrri tillögu um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu snemma á þessu ári. Utanríkisráðherra fagnar því og segist vilja klára málið sem fyrst. 4. janúar 2015 19:15
Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Haraldur Benediktsson telur ummæli Vilhjálms Bjarnasonar um að landbúnaður sé ekki alvöru atvinnugrein forkastanleg. Hann vill slíta aðildarviðræðum við ESB strax. 12. janúar 2015 13:49
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Betra að slíta viðræðum en skilja málið eftir í lausu lofti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að formleg viðræðuslit við ESB verði betri fyrir samstarfsflokkinn en að skilja málið eftir í lausu lofti. 18. janúar 2015 20:00
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54