Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 12:15 Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi verið platað til að taka á móti aðildarumsókn Íslands að sambandinu á sínum tíma. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að tillaga sem tryggi ekki aðkomu þjóðarinnar að málinu muni gera allt vitlaust í þinginu. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra minnti á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. En málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn sökuðu Bjarna Beneditksson formann flokksins um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og mótmælaalda reis í þjóðfélaginu. „Það eru deildar meiningar eðlilega. En ég veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meirihluti þeirra, sé einhuga á bakvið það að slíta þessum viðræðum,“ sagði Gunnar Bragi. Sem þá var spurður afhverju mætti ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið. „Ég meina, af hverju var þjóðinni ekki leyft að kjósa þegar við fórum af stað? Er ekki rétt að núllstilla þessa stöðu sem við erum í núna? Við vorum einhvern veginn plötuð inn í þetta ferli. Evrópusambandið var platað til að taka við umsókn sem ekki var fylgi á bakvið. Þið muni eftir því að ríkisstjórnin var meira að segja klofin,“ sagði Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir engan hafa verið blekktan í þessum efnum. „Það er auðvitað tóm vitleysa og sýnir að hann þekkir ekki söguna eða er að fara í felur. Á þessum tíma var yfirgnæfandi fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum fyrir því að sækja um. En það sem meira var, það var mjög sterkur stuðningur við það í þinginu. Og það var fylgi við umsóknina í öllum flokkum. Þar á meðal hans flokki þar sem voru þrír þingmenn sem vildu fara þessa leið,“ segir Össur. Ef einhverjir standi fyrir blekkingum séu það oddvitar núverandi stjórnarflokka sem hefðu lofað bæði fyrir og eftir kosningar að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni hafi sagt á síðsta ári að svona tillaga kæmi aldrei fram aftur nema tryggt yrði að þjóðin hefði aðkomu að málinu. „Svo við eigum eftir að sjá hvort hún kemur fram í sama formi. En ef hún kemur fram verður auðvitað allt vitlaust í þingu og mér þykir líklegt að það verði fjöldamótmæli eins og í fyrra,“ segir Össur. Þá muni svona tillaga líklega leiða til þess að sneið klofni úr Sjálfstæðisflokknum og nýtt framboð komi fram sem tryggi að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum. „Það er mjög sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli því láta Framsókn knýja sig í vegferð sem leiðir til klofnings Sjálfstæðisflokksins og eiginlega garantís fyrir því að ríkisstjórnin muni falla,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira