Mikil mótmæli í undirbúningi Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 13:54 Jón Steindór segir að vera megi að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti fyrir viðræðuslitum sé meiri á Alþingi en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“ Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira