Mikil mótmæli í undirbúningi Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 13:54 Jón Steindór segir að vera megi að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti fyrir viðræðuslitum sé meiri á Alþingi en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira