Mikil mótmæli í undirbúningi Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 13:54 Jón Steindór segir að vera megi að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti fyrir viðræðuslitum sé meiri á Alþingi en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira