Mikil mótmæli í undirbúningi Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 13:54 Jón Steindór segir að vera megi að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti fyrir viðræðuslitum sé meiri á Alþingi en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“ Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Forsætisráðherra greindi frá því nýlega að hann reiknaði með að tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið kæmi fram á vorþingi. Og í morgun minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að báðir stjórnarflokkarnir vildu samkvæmt samþykktum sínum slíta viðræðunum. Mikill meirihluti væri fyrir því að viðræðum sé slitið á þingi. Málið reyndist ríkisstjórninni mjög erfitt þegar tillaga í þessa veru var lögð fram haustið 2013 og náði ekki þinglegri afgreiðslu. Jón Steindór Valdimarsson, sem er formaður samtakanna Já, Ísland, boðar nú að tillögunni verði mætt af mikilli hörku – vera megi að Gunnar Bragi meti það svo að meirihluti sé fyrir þessu á þingi, en svo er sannarlega ekki meðal þjóðarinnar. „Já, við höfum haft veður af því hvað er í býgerð og erum að undirbúa okkur. Við höfum ekki viljað trúa því að menn ætli sér útí þetta ævintýri aftur, en þessu verður ekki tekið þegjandi fremur en þegar fyrri tilraunin var gerð. Okkur finnst skrítið að menn ætli ekkert að læra af því; af mótmælunum og undirskrifum sem lagðar voru fram. En, menn verða þá bara að endurtaka þann leik.“ Jón Steindór minnir á að forseti alþingis og fulltrúar allra flokka á þingi veittu viðtöku undirskriftum sem söfnuðust þar sem skorað var á þingheim að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti viðræðum áfram. „Þetta voru 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga. Menn hafa verið að tala um, í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu, að viðmiðið eigi að vera 10 til 15 prósent og þá skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum náttúrlega langt fyrir ofan það. Kannanir sem hafa slag í slag sýnt að fólk vill leiða þetta til lykta. Vel má vera að rétt sé hjá Gunnari Braga að meirihluti sé innan þings að vilja slíta, en það er ekki meirihluti þjóðar. Þar er sláandi meirihluti fyrir því að viðræðurnar skuli kláraðar. Kannanir í þeim efnum hafa farið yfir áttatíu prósent, þannig að það er mjög afgerandi.“Þannig að menn eru að stilla saman strengi sína? „Við skulum orða það þannig að fólk hefur hist og rætt málin.“Og, það verða mikil mótmæli? „Já, það verður þannig. Jájá.“
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira