Jón Bjarnason segir fyrirhuguð mótmæli á misskilningi byggð Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 17:17 Jón Bjarnason er afar ánægður með ríkisstjórnina, að hún ætli að slíta viðræðunum og óttast mótmæli ekki, enda þau á misskilningi byggð. Jón Bjarnason, formaður Heimsýnar, fagnar því mjög að formenn flokkanna, sem og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ætli að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega slitið. „Þá er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga. Standa þar með við samþykktir beggja flokkanna og kosningaloforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón kampakátur þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir stundu.Stóð á því sem hann var kosinn til Þegar Jón er spurður nánar út í hið lýðræðislega umboð, kosningaloforðin, þá með vísan til afgerandi orða forystusveitar Sjálfstæðisflokksins hvað varðar vilja til að láta fólk kjósa um áframhald viðræðna, segir Jón að Landfundasamþykktin sé mjög skýr um þetta. „Þau hljóta að verja samþykktir flokkanna,“ segir Jón. Hann var ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar þegar þáverandi ríkisstjórn hóf undirbúning aðildarviðræðna, þannig að hann veit hvað klukkan slær í þessum efnum. „Hörðustu ESB-sinnar settu mig út úr ríkisstjórninni til að koma málunum áfram. Ég stóð á því sem ég var kosinn til.“Efast um túlkun undirskrifta og skoðanakannana Vísir ræddi við Jón Steindór Valdimarsson, formann Já Ísland fyrr í dag, en hann vísaði til skoðanakannana þar sem ítrekað hefur komið í ljós mikill vilji, yfir 80 prósent, sem vildi fá að kjósa um áframhald viðræðna. Þá lagði Jón Steindór fram 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga, þar sem þessi vilji kom fram. Jón segir þetta mjög málum blandið, og forsendurnar brenglaðar. „Vissi fólk hvað það var að skrifa undir?“ spyr Jón sem vill meina að þetta sé túlkunum háð: „Undirskriftirnar hljóðuðu fyrst og fremst uppá hvort þú vilt kjósa. Menn skulu skoða textann og spurninguna vandlega; þá það sem fólk var að svara og skrifa skrifa undir. Ég veit um fólk sem var algerlega á móti og vildi kjósa þetta út úr heiminum, aðild að Evrópusambandinu, það var ekki að hugsa um hvort það væri að kjósa um áframhald viðræðna. Það er tvennt ólíkt. Þá væri ágætt að biðja viðkomandi um að leggja fram nafnalistann.“ Jón vill sem sagt meina að þarna hafi verið brögð í tafli, villandi spurningar og túlkunin þar með röng. „Það er ekkert að því að kjósa um hvort hvort fólk vilji ganga í ESB. En, það er ekki rétt að þessar undirskriftir hljóði uppá vilja um halda þessum viðræðum áfram. Það er ákveðinn hópur sem vill fá að kjósa um spurninguna, viltu ganga í Evrópusambandið eða ekki? Og það er ágæt spurning. Um það á að spyrja. Þessar viðræður eru löngu komnar í strand.“Ekki hægt að kjósa um áframhald viðræðna Jón segir, spurður hvort hann sé alfarið á móti því að kosið verði um hvort viðræðum verði fram haldið eða ekki, að það sé einfaldlega ekki hægt að kjósa um það. Viðræðurnar séu stopp af Evrópusambandsins hálfu. „Já, krafa Evrópusambandsins liggur fyrir að forsjá fiskimiðanna fari til Evrópusambandsins. Og ef við viljum halda áfram viðræðum á þeim forsendum erum við að fallast á það að gefa miðin frá okkur. Og það liggja engar samþykktir fyrir þess efnis á Alþingi að gefa frá sér fiskmiðin. Alþingi og þjóðin er ekki tilbúin að gefa eftir landhelgina, bara sí svona.“Viðræður fela í sér afsal fiskimiðanna Jón segir að það að vilja halda umræðunum áfram feli í sér framsal fiskimiðanna. „Það voru settir fyrirvarar, samninganefndinni er ekki heimilt að ganga lengra en þarna er tilgreint. Ef sýnt er að gefa verður meira eftir en Alþingi hefur gefið heimild fyrir, þá verða þær stopp. Fékkst ekki frjálst umboð til að gera hvað sem var. Ég veit nákvæmlega hvernig er með sjávarútvegsmálin, það var sama og strandaði á hjá Norðmönnum.“ Og Jón óttast ekki boðuð mótmæli. „Allir eiga rétt á að mótmæla, en þeir sem ætla að mótmæla verða að vita hverju þeir eru að mótmæla. Ég skil það fólk sem segir: Ég vil ganga í ESB, þó ég sé algerlega ósammála því. En umsóknin er komin á enda.“ Tengdar fréttir „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Jón Bjarnason, formaður Heimsýnar, fagnar því mjög að formenn flokkanna, sem og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ætli að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega slitið. „Þá er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga. Standa þar með við samþykktir beggja flokkanna og kosningaloforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón kampakátur þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir stundu.Stóð á því sem hann var kosinn til Þegar Jón er spurður nánar út í hið lýðræðislega umboð, kosningaloforðin, þá með vísan til afgerandi orða forystusveitar Sjálfstæðisflokksins hvað varðar vilja til að láta fólk kjósa um áframhald viðræðna, segir Jón að Landfundasamþykktin sé mjög skýr um þetta. „Þau hljóta að verja samþykktir flokkanna,“ segir Jón. Hann var ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar þegar þáverandi ríkisstjórn hóf undirbúning aðildarviðræðna, þannig að hann veit hvað klukkan slær í þessum efnum. „Hörðustu ESB-sinnar settu mig út úr ríkisstjórninni til að koma málunum áfram. Ég stóð á því sem ég var kosinn til.“Efast um túlkun undirskrifta og skoðanakannana Vísir ræddi við Jón Steindór Valdimarsson, formann Já Ísland fyrr í dag, en hann vísaði til skoðanakannana þar sem ítrekað hefur komið í ljós mikill vilji, yfir 80 prósent, sem vildi fá að kjósa um áframhald viðræðna. Þá lagði Jón Steindór fram 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga, þar sem þessi vilji kom fram. Jón segir þetta mjög málum blandið, og forsendurnar brenglaðar. „Vissi fólk hvað það var að skrifa undir?“ spyr Jón sem vill meina að þetta sé túlkunum háð: „Undirskriftirnar hljóðuðu fyrst og fremst uppá hvort þú vilt kjósa. Menn skulu skoða textann og spurninguna vandlega; þá það sem fólk var að svara og skrifa skrifa undir. Ég veit um fólk sem var algerlega á móti og vildi kjósa þetta út úr heiminum, aðild að Evrópusambandinu, það var ekki að hugsa um hvort það væri að kjósa um áframhald viðræðna. Það er tvennt ólíkt. Þá væri ágætt að biðja viðkomandi um að leggja fram nafnalistann.“ Jón vill sem sagt meina að þarna hafi verið brögð í tafli, villandi spurningar og túlkunin þar með röng. „Það er ekkert að því að kjósa um hvort hvort fólk vilji ganga í ESB. En, það er ekki rétt að þessar undirskriftir hljóði uppá vilja um halda þessum viðræðum áfram. Það er ákveðinn hópur sem vill fá að kjósa um spurninguna, viltu ganga í Evrópusambandið eða ekki? Og það er ágæt spurning. Um það á að spyrja. Þessar viðræður eru löngu komnar í strand.“Ekki hægt að kjósa um áframhald viðræðna Jón segir, spurður hvort hann sé alfarið á móti því að kosið verði um hvort viðræðum verði fram haldið eða ekki, að það sé einfaldlega ekki hægt að kjósa um það. Viðræðurnar séu stopp af Evrópusambandsins hálfu. „Já, krafa Evrópusambandsins liggur fyrir að forsjá fiskimiðanna fari til Evrópusambandsins. Og ef við viljum halda áfram viðræðum á þeim forsendum erum við að fallast á það að gefa miðin frá okkur. Og það liggja engar samþykktir fyrir þess efnis á Alþingi að gefa frá sér fiskmiðin. Alþingi og þjóðin er ekki tilbúin að gefa eftir landhelgina, bara sí svona.“Viðræður fela í sér afsal fiskimiðanna Jón segir að það að vilja halda umræðunum áfram feli í sér framsal fiskimiðanna. „Það voru settir fyrirvarar, samninganefndinni er ekki heimilt að ganga lengra en þarna er tilgreint. Ef sýnt er að gefa verður meira eftir en Alþingi hefur gefið heimild fyrir, þá verða þær stopp. Fékkst ekki frjálst umboð til að gera hvað sem var. Ég veit nákvæmlega hvernig er með sjávarútvegsmálin, það var sama og strandaði á hjá Norðmönnum.“ Og Jón óttast ekki boðuð mótmæli. „Allir eiga rétt á að mótmæla, en þeir sem ætla að mótmæla verða að vita hverju þeir eru að mótmæla. Ég skil það fólk sem segir: Ég vil ganga í ESB, þó ég sé algerlega ósammála því. En umsóknin er komin á enda.“
Tengdar fréttir „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54