Enski boltinn

Glæsimark Sterling í jafntefli Liverpool og Chelsea | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna marki Edens Hazard. Steven Gerrard er ekki jafn sáttur með lífið.
Leikmenn Chelsea fagna marki Edens Hazard. Steven Gerrard er ekki jafn sáttur með lífið. vísir/getty
Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Anfield í kvöld.

Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.

Chelsea leiddi 0-1 í hálfleik eftir að Eden Hazard skoraði af vítapunktinum á 18. mínútu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Þjóðverjinn Emre Can braut á Hazard innan teigs.

Þetta var eina skot Chelsea á markið í leiknum en Bláliðar sköpuðu sér lítið sem ekkert í kvöld.

Eftir tæplega klukkutíma leik jafnaði Raheem Sterling metin með glæsilegu marki. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Chelsea, keyrði í átt að markinu og skoraði með vinstri fótar skoti framhjá Thibaut Courtois í marki gestanna.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut. Þau mætast á ný að viku liðinni á Stamford Bridge.

Liverpool 0-1 Chelsea Liverpool 1-1 Chelsea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×