Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 11:44 Þorsteinn Víglundsson segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. Vísir/Getty/SA „Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“ Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
„Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“
Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00
Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54