Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 09:00 Björg Thorarensen var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. Vísir/Getty „Ég tel ótvírætt að öll sú vinna sem átti sér stað á þessum árum kæmi í mjög góðar þarfir,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor, aðspurð um hvort sú vinna sem fram fór í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu myndi nýtast, tæki ný ríkisstjórn ákvörðun um að taka upp viðræður að nýju. Björg var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. „Vinnan sem fram fór nýtist auðvitað að einhverju marki. Það er búið að gera ítarlega greiningarvinnu á íslenskum rétti, lögum og reglum og því sem þarf að breyta og þeim snertiflötum sem þarf að fara yfir.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi þann 4. janúar síðastliðinn að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar væru lítils virði í dag. „Eins og forsætisráðherra segir – að það sé ekkert gagn í þessari vinnu – þá er það rétt eins langt og það nær, ef pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar er ekki til staðar,“ segir Björg. „Ef það er ekki pólitískur áhugi á að nýta þessa vinnu til neins þá er það auðvitað rétt. En þetta fyrst og fremst pólitískt mat forsætisráðherra. Þó að greiningarvinnan geti nýst þá breytist löggjöfin ört og það eru að verða sex ár síðan þessi vinna hófst.“ Björg leggur áherslu á að óbeinn ávinningur aðildarviðræðnanna hafi einnig verið mikill. „Viðræðurnar nýttust þannig að þær kynntu betur starfsemi Evrópusambandsins þannig að almenningur á nú betri kost á að taka afstöðu bæði til kosta og galla sambandsins. Svo tel ég að íslenskir embættismenn hafi fengið mjög góða innsýn í störf sambandsins. Það komu ótrúlega margir að þessari vinnu og þessi reynsla gerir íslenska embættismenn betur upplýsta um ýmis atriði sem gagnast við framkvæmd EES-samningnum.“ Þá nefnir Björg að hún telji Alþingi, sérstaklega utanríkismálanefnd, hafa fengið ágætis æfingu í hvernig megi undirbúa virka þátttöku þingsins í svo mikilvægu utanríkismáli og aðhald með ríkisstjórninni. Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
„Ég tel ótvírætt að öll sú vinna sem átti sér stað á þessum árum kæmi í mjög góðar þarfir,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor, aðspurð um hvort sú vinna sem fram fór í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu myndi nýtast, tæki ný ríkisstjórn ákvörðun um að taka upp viðræður að nýju. Björg var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. „Vinnan sem fram fór nýtist auðvitað að einhverju marki. Það er búið að gera ítarlega greiningarvinnu á íslenskum rétti, lögum og reglum og því sem þarf að breyta og þeim snertiflötum sem þarf að fara yfir.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi þann 4. janúar síðastliðinn að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar væru lítils virði í dag. „Eins og forsætisráðherra segir – að það sé ekkert gagn í þessari vinnu – þá er það rétt eins langt og það nær, ef pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar er ekki til staðar,“ segir Björg. „Ef það er ekki pólitískur áhugi á að nýta þessa vinnu til neins þá er það auðvitað rétt. En þetta fyrst og fremst pólitískt mat forsætisráðherra. Þó að greiningarvinnan geti nýst þá breytist löggjöfin ört og það eru að verða sex ár síðan þessi vinna hófst.“ Björg leggur áherslu á að óbeinn ávinningur aðildarviðræðnanna hafi einnig verið mikill. „Viðræðurnar nýttust þannig að þær kynntu betur starfsemi Evrópusambandsins þannig að almenningur á nú betri kost á að taka afstöðu bæði til kosta og galla sambandsins. Svo tel ég að íslenskir embættismenn hafi fengið mjög góða innsýn í störf sambandsins. Það komu ótrúlega margir að þessari vinnu og þessi reynsla gerir íslenska embættismenn betur upplýsta um ýmis atriði sem gagnast við framkvæmd EES-samningnum.“ Þá nefnir Björg að hún telji Alþingi, sérstaklega utanríkismálanefnd, hafa fengið ágætis æfingu í hvernig megi undirbúa virka þátttöku þingsins í svo mikilvægu utanríkismáli og aðhald með ríkisstjórninni.
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54