Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 11:44 Þorsteinn Víglundsson segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. Vísir/Getty/SA „Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“ Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“
Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00
Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54