Samtök iðnaðarins: Eðlilegra að málið liggi frekar kyrrt Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2015 09:45 Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/SI/Getty „Svo ég vitni í ályktun Iðnþings þá kemur þar fram að ljúka beri aðildarviðræðum við ESB og þjóðin ráði úrslitum,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Vísi, aðspurður um afstöðu samtakanna til yfirvofandi tillögu utanríkisráðherra um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Almar segir ályktunina hafa verið samþykkta á Iðnþingi í mars á síðasta ári þegar sama mál var í hámæli. „Áður en til Iðnþings kom sendi stjórn frá sér ályktun sem var á sömu nótum. Að menn telji ekki rétt að slíta viðræðunum og mikilvægt sé að aðildarviðræður verði frekar leiddar til lykta. Í framhaldi af þessu tvennu þá skrifuðu samtökin umsögn sem var á sömu nótum eftir að þingsályktunartillaga ráðherrans kom fram. Við höfum verið mjög skýr að við teljum ekki rétt að slíta viðræðunum og að mikilvægt sé að leiða viðræðurnar til lykta, hver svo sem endanleg niðurstaða verður.“ Almar segir lýðræðislegustu leiðina vera að þjóðin komi að beint að ákvörðun málsins. „Málið er viðkvæmt og mikilvægt er að það komi fram að innan Samtaka iðnaðarins eru einnig skoðanir skiptar um Evrópusambandið sem slíkt og hvaða möguleika við eigum í samningum. Þannig að eina leiðin til að leiða það til lykta er einmitt að vera í stöðu til að meta það og enda það þá með þjóðaratkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Að sögn Almars er Ísland í samkeppni við önnur lönd, bæði um umhverfi og starfskrafta. „Eitt af því sem þar kemur við sögu er fyrirsjáanleiki og gjaldeyrisstefna almennt. Gjaldeyrismálin er þá einn þátturinn sem mótar afstöðu samtakanna. Það er auðvitað líka mjög mikilvægt fyrir svona opið hagkerfi eins og Ísland – það er að segja opið í þeim skilningi að við erum bæði mjög útflutnings- og innflutningsdrifin – og þá þurfum við að hugleiða hagsmuni okkar út frá því. Við getum auðvitað ekkert fullyrt að Evrópusambandið sé besti kosturinn þar en miðað við hvar við erum stödd núna þá eru mjög sterk rök fyrir því að það sé eðlilegt að ræða þann kost meðfram öðrum. Það teljum það vera mjög afdrifaríka ákvörðun að slíta viðræðunum þó að við verðum auðvitað að hafa skilning á því að innan ríkisstjórnarinnar eru meiningar á lofti sem eru kannski ekki mjög hliðhollar Evrópusambandinu. Það er þá eðlilegra að málið liggi kyrrt frekar en að slíta þessu formlega.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þessÞannig að þið mynduð mótmæla slíkri tillögu utanríkisráðherra? „Það hefur verið afstaðan hingað til. Þegar tillagan kemur upp munum við móta afstöðuna aftur. Ég get ekki talað fyrir stjórnina en afstaða okkar í fyrra var í það minnsta mjög skýr.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00 Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Svo ég vitni í ályktun Iðnþings þá kemur þar fram að ljúka beri aðildarviðræðum við ESB og þjóðin ráði úrslitum,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Vísi, aðspurður um afstöðu samtakanna til yfirvofandi tillögu utanríkisráðherra um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Almar segir ályktunina hafa verið samþykkta á Iðnþingi í mars á síðasta ári þegar sama mál var í hámæli. „Áður en til Iðnþings kom sendi stjórn frá sér ályktun sem var á sömu nótum. Að menn telji ekki rétt að slíta viðræðunum og mikilvægt sé að aðildarviðræður verði frekar leiddar til lykta. Í framhaldi af þessu tvennu þá skrifuðu samtökin umsögn sem var á sömu nótum eftir að þingsályktunartillaga ráðherrans kom fram. Við höfum verið mjög skýr að við teljum ekki rétt að slíta viðræðunum og að mikilvægt sé að leiða viðræðurnar til lykta, hver svo sem endanleg niðurstaða verður.“ Almar segir lýðræðislegustu leiðina vera að þjóðin komi að beint að ákvörðun málsins. „Málið er viðkvæmt og mikilvægt er að það komi fram að innan Samtaka iðnaðarins eru einnig skoðanir skiptar um Evrópusambandið sem slíkt og hvaða möguleika við eigum í samningum. Þannig að eina leiðin til að leiða það til lykta er einmitt að vera í stöðu til að meta það og enda það þá með þjóðaratkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Að sögn Almars er Ísland í samkeppni við önnur lönd, bæði um umhverfi og starfskrafta. „Eitt af því sem þar kemur við sögu er fyrirsjáanleiki og gjaldeyrisstefna almennt. Gjaldeyrismálin er þá einn þátturinn sem mótar afstöðu samtakanna. Það er auðvitað líka mjög mikilvægt fyrir svona opið hagkerfi eins og Ísland – það er að segja opið í þeim skilningi að við erum bæði mjög útflutnings- og innflutningsdrifin – og þá þurfum við að hugleiða hagsmuni okkar út frá því. Við getum auðvitað ekkert fullyrt að Evrópusambandið sé besti kosturinn þar en miðað við hvar við erum stödd núna þá eru mjög sterk rök fyrir því að það sé eðlilegt að ræða þann kost meðfram öðrum. Það teljum það vera mjög afdrifaríka ákvörðun að slíta viðræðunum þó að við verðum auðvitað að hafa skilning á því að innan ríkisstjórnarinnar eru meiningar á lofti sem eru kannski ekki mjög hliðhollar Evrópusambandinu. Það er þá eðlilegra að málið liggi kyrrt frekar en að slíta þessu formlega.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þessÞannig að þið mynduð mótmæla slíkri tillögu utanríkisráðherra? „Það hefur verið afstaðan hingað til. Þegar tillagan kemur upp munum við móta afstöðuna aftur. Ég get ekki talað fyrir stjórnina en afstaða okkar í fyrra var í það minnsta mjög skýr.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00 Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00
Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54