Samtök iðnaðarins: Eðlilegra að málið liggi frekar kyrrt Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2015 09:45 Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/SI/Getty „Svo ég vitni í ályktun Iðnþings þá kemur þar fram að ljúka beri aðildarviðræðum við ESB og þjóðin ráði úrslitum,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Vísi, aðspurður um afstöðu samtakanna til yfirvofandi tillögu utanríkisráðherra um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Almar segir ályktunina hafa verið samþykkta á Iðnþingi í mars á síðasta ári þegar sama mál var í hámæli. „Áður en til Iðnþings kom sendi stjórn frá sér ályktun sem var á sömu nótum. Að menn telji ekki rétt að slíta viðræðunum og mikilvægt sé að aðildarviðræður verði frekar leiddar til lykta. Í framhaldi af þessu tvennu þá skrifuðu samtökin umsögn sem var á sömu nótum eftir að þingsályktunartillaga ráðherrans kom fram. Við höfum verið mjög skýr að við teljum ekki rétt að slíta viðræðunum og að mikilvægt sé að leiða viðræðurnar til lykta, hver svo sem endanleg niðurstaða verður.“ Almar segir lýðræðislegustu leiðina vera að þjóðin komi að beint að ákvörðun málsins. „Málið er viðkvæmt og mikilvægt er að það komi fram að innan Samtaka iðnaðarins eru einnig skoðanir skiptar um Evrópusambandið sem slíkt og hvaða möguleika við eigum í samningum. Þannig að eina leiðin til að leiða það til lykta er einmitt að vera í stöðu til að meta það og enda það þá með þjóðaratkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Að sögn Almars er Ísland í samkeppni við önnur lönd, bæði um umhverfi og starfskrafta. „Eitt af því sem þar kemur við sögu er fyrirsjáanleiki og gjaldeyrisstefna almennt. Gjaldeyrismálin er þá einn þátturinn sem mótar afstöðu samtakanna. Það er auðvitað líka mjög mikilvægt fyrir svona opið hagkerfi eins og Ísland – það er að segja opið í þeim skilningi að við erum bæði mjög útflutnings- og innflutningsdrifin – og þá þurfum við að hugleiða hagsmuni okkar út frá því. Við getum auðvitað ekkert fullyrt að Evrópusambandið sé besti kosturinn þar en miðað við hvar við erum stödd núna þá eru mjög sterk rök fyrir því að það sé eðlilegt að ræða þann kost meðfram öðrum. Það teljum það vera mjög afdrifaríka ákvörðun að slíta viðræðunum þó að við verðum auðvitað að hafa skilning á því að innan ríkisstjórnarinnar eru meiningar á lofti sem eru kannski ekki mjög hliðhollar Evrópusambandinu. Það er þá eðlilegra að málið liggi kyrrt frekar en að slíta þessu formlega.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þessÞannig að þið mynduð mótmæla slíkri tillögu utanríkisráðherra? „Það hefur verið afstaðan hingað til. Þegar tillagan kemur upp munum við móta afstöðuna aftur. Ég get ekki talað fyrir stjórnina en afstaða okkar í fyrra var í það minnsta mjög skýr.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00 Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
„Svo ég vitni í ályktun Iðnþings þá kemur þar fram að ljúka beri aðildarviðræðum við ESB og þjóðin ráði úrslitum,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Vísi, aðspurður um afstöðu samtakanna til yfirvofandi tillögu utanríkisráðherra um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Almar segir ályktunina hafa verið samþykkta á Iðnþingi í mars á síðasta ári þegar sama mál var í hámæli. „Áður en til Iðnþings kom sendi stjórn frá sér ályktun sem var á sömu nótum. Að menn telji ekki rétt að slíta viðræðunum og mikilvægt sé að aðildarviðræður verði frekar leiddar til lykta. Í framhaldi af þessu tvennu þá skrifuðu samtökin umsögn sem var á sömu nótum eftir að þingsályktunartillaga ráðherrans kom fram. Við höfum verið mjög skýr að við teljum ekki rétt að slíta viðræðunum og að mikilvægt sé að leiða viðræðurnar til lykta, hver svo sem endanleg niðurstaða verður.“ Almar segir lýðræðislegustu leiðina vera að þjóðin komi að beint að ákvörðun málsins. „Málið er viðkvæmt og mikilvægt er að það komi fram að innan Samtaka iðnaðarins eru einnig skoðanir skiptar um Evrópusambandið sem slíkt og hvaða möguleika við eigum í samningum. Þannig að eina leiðin til að leiða það til lykta er einmitt að vera í stöðu til að meta það og enda það þá með þjóðaratkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Að sögn Almars er Ísland í samkeppni við önnur lönd, bæði um umhverfi og starfskrafta. „Eitt af því sem þar kemur við sögu er fyrirsjáanleiki og gjaldeyrisstefna almennt. Gjaldeyrismálin er þá einn þátturinn sem mótar afstöðu samtakanna. Það er auðvitað líka mjög mikilvægt fyrir svona opið hagkerfi eins og Ísland – það er að segja opið í þeim skilningi að við erum bæði mjög útflutnings- og innflutningsdrifin – og þá þurfum við að hugleiða hagsmuni okkar út frá því. Við getum auðvitað ekkert fullyrt að Evrópusambandið sé besti kosturinn þar en miðað við hvar við erum stödd núna þá eru mjög sterk rök fyrir því að það sé eðlilegt að ræða þann kost meðfram öðrum. Það teljum það vera mjög afdrifaríka ákvörðun að slíta viðræðunum þó að við verðum auðvitað að hafa skilning á því að innan ríkisstjórnarinnar eru meiningar á lofti sem eru kannski ekki mjög hliðhollar Evrópusambandinu. Það er þá eðlilegra að málið liggi kyrrt frekar en að slíta þessu formlega.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þessÞannig að þið mynduð mótmæla slíkri tillögu utanríkisráðherra? „Það hefur verið afstaðan hingað til. Þegar tillagan kemur upp munum við móta afstöðuna aftur. Ég get ekki talað fyrir stjórnina en afstaða okkar í fyrra var í það minnsta mjög skýr.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00 Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00
Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent