Erlent

Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras hefur biðlað til grísku þjóðarinnar að veita flokknum skýrt umboð.
Alexis Tsipras hefur biðlað til grísku þjóðarinnar að veita flokknum skýrt umboð. Vísir/AFP
Þrír dagar eru nú þar til Grikkir ganga að kjörborðinu og kjósa nýtt þing. Vinstriflokkurinn Syriza mælist nú stærstur í skoðanakönnunum og segir leiðtogi flokksins að styttist í lok „niðurlægingar“ landsins.

Alexis Tsipras hefur biðlað til þjóðarinnar að veita flokknum skýrt umboð til að hann geti bundið enda á öllum þeim aðhaldsaðgerðum sem landið hefur þurft að gangast undir. BBC greinir frá.

Tsipras hefur heitið því að alþjóðlegar skulir landsins verði minnkaðar um helming þegar núgildandi lánasamningar renna út. Á mánudaginn, daginn eftir kosningar, muni landið hætta að taka við skipunum að utan.

Grikkir hafa þurft að þola mikinn niðurskurð í kjölfari efnahagskreppunnar og mælist atvinnuleysi um 25 prósent.

Markaðir fylgjast grannt með kosningunum og óttast margir að sigur Syriza muni leiða til greiðslufalls ríkisins og að landið yfirgefi evrusvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×