Erlent

Fyrsta síðan tekin niður af Anonymous

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr myndbandi samtakanna.
Úr myndbandi samtakanna. mynd/anonymous
Í kjölfar árásarinnar á franska skopmyndablaðið Charlie Hebdo, þar sem tólf manns létust, hétu hakkarasamtökin Anonymous því að leita uppi heimasíður þeirra sem tengjast árásinni og taka þær niður.



Fyrsta síðan hefur nú þegar verið tekin niður. Síðan sem liggur niðri heitir ansar-alhaqq.net og hafði verið heimasvæði öfgafullra franskra múslima samkvæmt þarlendum fjölmiðlum.

Twitter reikningurinn @OpCharlieHebdo hefur verið stofnaður til að hægt sér að fylgjast með framgangi málsins.

Einnig hefur myndbandi verið hlaðið upp á vefsíðuna Youtube sem er nokkurs konar stríðsyfirlýsing fyrir það sem koma skal. Það má sjá hér að neðan.






Tengdar fréttir

Verðum að sigra hið vonda og illa

Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×