Erlent

Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Talið er að 1,5 milljón manna hafi komið saman á samstöðufundi í París í gær.
Talið er að 1,5 milljón manna hafi komið saman á samstöðufundi í París í gær. Vísir/AFP
Næsta tölublað af franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo mun innihalda skopmyndir af Múhameð spámanni. Þetta staðfestir lögmaður blaðsins, Richard Malka, í samtali við frönsku útvarpsstöðina France Inter.

„Næsta tölublað mun að sjálfsögðu innihalda skopteikningar af Múhameð og gera grín að stjórnmálamönnum og trúarbrögðum,“ hefur Poiltiken eftir Malka. Hann sagði að blaðið myndi ekki gefa neitt eftir en 10 starfsmenn þess létust í skotárás sem gerð var á ritstjórnarskrifstofurnar síðastliðinn miðvikudag.  

Blaðið kemur út á miðvikudaginn og hefur það venjulega verið gefið ut í 60.000 eintökum. Það kemur hins vegar út í milljón eintökum nú í vikunni og þá verður það þýtt á 16 tungumál. Blaðamenn Charlie Hebdo fengu inni á skrifstofum franska dagblaðsins Libération og vinna þar að næstu útgáfu.


Tengdar fréttir

Reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs

Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið tvo menn sem reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs sem hefur endurbirt myndir frá Charlie Hebdo.

Hert öryggisgæsla í Frakklandi

Her- og lögreglumenn verða sýnilegri í Frakklandi og munu koma til með að gæta mögulegra skotmarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×