Erlent

Fjölmennur samstöðufundur í París

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurlegur fjöldi fólks hefur komið saman á Lýðræðistorginu í París.
Gífurlegur fjöldi fólks hefur komið saman á Lýðræðistorginu í París. Vísir/AFP
Mörg hundruð þúsund manns hafa komið saman í Frakklandi og víðar til að sýna samstöðu vegna ódæðisverkana sem áttu sér stað í vikunni og þeirra 17 fórnarlamba sem létu lífið. Lýðveldistorg Frakklands fylltist af fólki mörgum klukkutímum áður en samstöðufundurinn átti að hefjast.

„Við erum öll Charlie, við erum öll lögregla og við erum öll gyðingar Frakklands,“ sagði forsætisráðherra Frakklands fyrr í dag.

Beina útsendingu frá Lýðveldis má sjá hér að neðan. Samstöðufundurinn sjálfur hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.

Til að rifja upp atburði síðustu daga má skoða greinina: Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu

Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa komið saman í París og þeirra á meðal eru andstæðingar eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu.

„París er höfuðborg heimsins í dag,“ sagði Francois Hollande skömmu áður en hann tók á móti þjóðarleitogunum.

Gífurlega öflug öryggisgæsla er nú í Frakklandi og er landið enn á hæsta viðvörunarstigi. Þúsundir lögreglumanna og hermanna eru á og við Lýðveldistorgið. Þá hefur leyniskyttum verið komið fyrir á húsþökum víða í miðborg Parísar. Samkvæmt Sky News eru einnig 150 óeinkennisklæddir lögregluþjónar í þvögunni.

Leiðtoga þjóðernissinna í Frakklandi var ekki boðið að taka þátt í samstöðufundinum með öðrum stjórnmálaleiðtogum landsins. Hún hefur því hvatt fylgjendur sína að hundsa viðburðinn og halda frekar eigin samstöðufundi víða um landið.

New York Marseille



Fleiri fréttir

Sjá meira


×