Enski boltinn

Jewell samþykkti ekki launalækkun og gekk út eftir viku í starfi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Jewell var ekki lengi hjá West Bromwich.
Paul Jewell var ekki lengi hjá West Bromwich. vísir/getty
Paul Jewell er hættur sem aðstoðarmaður Tony Pulis hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Bromwich Albion eftir aðeins viku í starfi.

Jewell var ekki sáttur þegar WBA gekk á bak orða sinna og vildi ekki borga honum jafn mikið og samið var um í fyrstu.

Þegar hann gekk fyrst til liðs við WBA var samið um kaup og kjör en það átti eftir að skrifa undir samninginn.

Daily Mail heldur því fram að WBA hafi svo beðið Jewell um að taka á sig launalækkun svo fjárhagslegur grundvöllur væri því að fá Gerry Francis einnig til starfa. Francis hefur starfað með Pulis undanfarin 14 ár.

„Það var ekki sameiginleg ákvörðun um að ég myndi hætta. Málið er í höndum lögfræðinga minna en sjálfur ræði ég þetta ekki frekar að svo stöddu,“ segir Jewell í yfirlýsingu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×