Enski boltinn

Bony kominn í ljósblátt

Bony mættur í búning City.
Bony mættur í búning City. mynd/man city
Það er nú búið að staðfesta það endanlega að Man. City er búið að kaupa framherjann Wilfried Bony frá Swansea.

Kaupverðið er 28 milljónir punda og Bony skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Hann mun vera í treyju númer 14 hjá City og byrjar að spila með liðinu eftir Afríkukeppnina.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig og mikil áskorun," sagði Bony.

Hann kom til Swansea fyrir 12 milljónir punda frá Vitesse Arnhem árið 2013. Swansea er því að ávaxta pundið ansi vel.

Það var lítil ánægja í morgun þegar knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar tilkynnti um söluna áður en City og Swansea greindu frá málinu. Þau fóru svo út með fréttina eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×