Enski boltinn

Gylfi að missa Bony til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester City sé við það að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Wilfried Bony frá Swansea fyrir 30 milljónir punda - um 5,9 milljarða króna.

Formlegar viðræður hófust í gær og er talið að Bony muni gangast undir læknisskoðun í dag og tilkynnt um kaupin síðar í dag, áður en hann heldur á móts við landslið Fílabeinsstrandarinnar sem undirbýr sig nú fyrir Afríkukeppnina.

Bony skoraði 25 mörk í 48 leikjum með Swansea á síðasta tímabilinu og hefur haldið uppteknum hætti í ensku úrvalsdeildinni í haust og skorað alls níu deildarmörk. Hann hefur náð afar vel saman við Gylfa Þór Sigurðsson sem er með stoðsendingahæstu leikmönnum ensku deildarinnar.

Hann hóf ferilinn með Issia Wazi í heimalandinu áður en hann hélt til Tékklands árið 2008 og samdi við Sparta Prag. Hann hélt svo til Hollands þar sem hann skoraði 51 mark í 69 leikjum með Vitesse Arnhem áður en hann var seldur til Swansea árið 2013.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×