Enski boltinn

Meistararnir að kaupa Bony frá Swansea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wilfried Bony skorar grimmt í úrvalsdeildinni.
Wilfried Bony skorar grimmt í úrvalsdeildinni. vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City eru í viðræðum við Swansea um kaup á framherjanum Wilfried Bony, að því fram kemur á vef BBC.

Fílabeinsstrendingurinn Bony framlengdi samning sinn til eins árs við Swansea í nóvember og náði velska liðið þar að hækka riftunarverð hans úr 20 milljónum punda í 30 milljónir.

Manchester City þarf því að punga út 30 milljónum punda fyrir Bony sem var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á árinu 2014 með 20 mörk.

Bony er farinn með Fílabeinsströndinni á Afríkumótið þar sem hann verður næstu vikur, en talið er að gengið verði frá félagaskiptum hans þegar hann kemur til baka.

Swansea keypti Bony frá Vitesse Arnhem í Hollandi árið 2013, en hann var markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 17 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×