Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi

Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu, auk þess að lögreglu eru veittar rýmri heimildir til aðgerða.
Ungverska þingið þarf vanalega að veita samþykki sitt fyrir því að hermenn séu sendir á vettvang með þessum hætti. Með því að lýsa yfir leyðarástandi má komast hjá slíku, en ungverska þingið mun greiða atkvæði um slíkt í næstu viku.
Landamærum Serbíu og Ungverjalands var lokað í gær en búið er að koma fyrir um 160 kílómetra langri gaddavírsgirðingu á landamærunum. Þá hafa hertari reglur um flóttamenn tekið gildi sem heimila lögreglu að handtaka alla þá sem fara ólöglega inn í landið.
Sextán flóttamenn hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa lyft girðingunni og skriðið undir síðustu klukkutímana.
Stjórnvöld í Makedóníu lýstu yfir neyðarástandi í landinu í lok ágúst vegna flóttamannavandans.
Tengdar fréttir

„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“
Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld.

Ungverjar loka landamærunum að Serbíu
Fjölmennt lið lögreglu hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin.

Ráðherrar ræða flóttamannavandann
Ráðherrar ESB hyggjast reyna að finna út hvernig hægt verði að fá allar þjóðir til að taka þátt í að takast á við flóttamannavandann í álfunni.

Mikil togstreita innan Evrópusambandsins
„Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.

Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands
Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring.

Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi
Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu.