„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Una Sighvatsdóttir skrifar 14. september 2015 20:30 Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“ Flóttamenn Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“
Flóttamenn Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira