Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 10:00 Wermbley er í frönsku fánalitunum. Vísir/Getty Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. Það eru örugglega flestir sammála honum í því en þetta er fyrsti leikur franska landsliðsins eftir voðaverkin í París þar sem þeir og þýska landsliðið lenti í miðju hringiðjunni. 129 manns létust í hryðjuverkaárásunum í París á föstudaginn og sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn þar sem leikur Frakka og Þjóðverja fór fram. Franska landsliðið gat auðveldlega frestað leiknum og allir hefðu skilið það. Frakkarnir voru ekki tilbúnir til þess og leikmenn liðsins hafa talað um það að þeir ætla að sameinast um það að spila fyrir fórnarlömb ársanna á föstudaginn var. „Það er ekki hægt að neita því að þetta verður miklu meira en fótboltaleikur. Við höfum aldrei séð fótboltaleik eins og þennan áður," sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins. Enska sambandið mun styðja við Frakka á táknrænan hátt og þar á meðal verður boginn fyrir ofan Wembley lýstur upp í frönsku fánalitunum. Textanum við franska þjóðasönginn, „La Marseillaise", verður líka dreift meðal áhorfenda svo að þeir geti sungið með. Ensku blöðin voru með leik kvöldsins á forsíðum sínum og dramatíkin er þar allsráðandi eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Það verður örugglega ekki minni dramatík þegar þjóðsöngur Frakka verður leikinn á Wembley í kvöld. Enska knattspyrnusambandið býst við nær fullum 90 þúsund manna velli og öll heimspressan mun líka fylgjast náið með öllu því sem fram fer. Forsíður og baksíður blaðanna munu eflaust líka birta myndir frá Wembley á morgun.Tuesday's Daily Mirror back page: La Marseillaise (via @suttonnick) pic.twitter.com/bDPlRrVhIV— Alex Spink (@alexspinkmirror) November 16, 2015 Tuesday's Sun back page: Vive le football #tomorrowspaperstoday #bbcpapers pic.twitter.com/M5GFgZzsuR— Nick Sutton (@suttonnick) November 16, 2015 Tuesday's Daily Star back page: Standing strong #tomorrowspaperstoday #bbcpapers pic.twitter.com/cYfB7CpcS0— Nick Sutton (@suttonnick) November 16, 2015 Daily Telegraph señala la relevancia del partido de Wembley pic.twitter.com/u8nIWscs1R— Álvaro Ramírez (@alv_var) November 16, 2015 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. Það eru örugglega flestir sammála honum í því en þetta er fyrsti leikur franska landsliðsins eftir voðaverkin í París þar sem þeir og þýska landsliðið lenti í miðju hringiðjunni. 129 manns létust í hryðjuverkaárásunum í París á föstudaginn og sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn þar sem leikur Frakka og Þjóðverja fór fram. Franska landsliðið gat auðveldlega frestað leiknum og allir hefðu skilið það. Frakkarnir voru ekki tilbúnir til þess og leikmenn liðsins hafa talað um það að þeir ætla að sameinast um það að spila fyrir fórnarlömb ársanna á föstudaginn var. „Það er ekki hægt að neita því að þetta verður miklu meira en fótboltaleikur. Við höfum aldrei séð fótboltaleik eins og þennan áður," sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins. Enska sambandið mun styðja við Frakka á táknrænan hátt og þar á meðal verður boginn fyrir ofan Wembley lýstur upp í frönsku fánalitunum. Textanum við franska þjóðasönginn, „La Marseillaise", verður líka dreift meðal áhorfenda svo að þeir geti sungið með. Ensku blöðin voru með leik kvöldsins á forsíðum sínum og dramatíkin er þar allsráðandi eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan. Það verður örugglega ekki minni dramatík þegar þjóðsöngur Frakka verður leikinn á Wembley í kvöld. Enska knattspyrnusambandið býst við nær fullum 90 þúsund manna velli og öll heimspressan mun líka fylgjast náið með öllu því sem fram fer. Forsíður og baksíður blaðanna munu eflaust líka birta myndir frá Wembley á morgun.Tuesday's Daily Mirror back page: La Marseillaise (via @suttonnick) pic.twitter.com/bDPlRrVhIV— Alex Spink (@alexspinkmirror) November 16, 2015 Tuesday's Sun back page: Vive le football #tomorrowspaperstoday #bbcpapers pic.twitter.com/M5GFgZzsuR— Nick Sutton (@suttonnick) November 16, 2015 Tuesday's Daily Star back page: Standing strong #tomorrowspaperstoday #bbcpapers pic.twitter.com/cYfB7CpcS0— Nick Sutton (@suttonnick) November 16, 2015 Daily Telegraph señala la relevancia del partido de Wembley pic.twitter.com/u8nIWscs1R— Álvaro Ramírez (@alv_var) November 16, 2015
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira