Ráðherrar ESB-ríkja boða hertari aðgerðir Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2015 10:36 Talið er að allt að 950 manns hafi drukknað þegar bátur sökk undan strönd Líbíu um helgina. Vísir/AFP Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB hafa heitið því að efla aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir dauða flóttamanna í Miðjarðarhafi.Í frétt Reuters kemur fram að til standi að efla leitar- og björgunaraðgerðir og aðgerðir til að ná þeim sem skipuleggja slíkar ferðir flóttamanna á illa búnum og ofhlöðnum bátum. Fleiri hundruð flóttamanna hafa drukknað í Miðjarðarhafi síðustu vikurnar og er talið að allt að 950 manns hafi drukknað þegar bátur sökk undan strönd Líbíu um helgina. Stjórnvöld í fjölda Evrópuríkja hafa dregið það að leggja aukið fé til björgunaraðgerða í Miðjarðarhafi af ótta við að óbeint hvetja þannig fleira fólk til að leggja slíkt ferðalag á sig í von um betra líf í Evrópu. Nú sæta þau hins vegar harðri gagnrýni vegna tíðra frétta af dauðsföllum síðustu mánaða. Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði orðspor Evrópusambandsins vera í húfi, þegar hann mætti til ráðherrafundarins í Lúxemborg í morgun. Ítalir hafa lengi beðið önnur aðildarríki sambandsins um aukna aðstoð vegna flóttamannastraumsins. Ítölsk yfirvöld björguðu um átta þúsund flóttamönnum af illa búnum bátum í Miðjarðarhafi í síðustu viku. Hin ítalska Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sambandsins, segir nauðsynlegt að byggja upp sameiginlega ábyrgðartilfinningu innan Evrópusambandsins vegna vandans. Segir hún að til greina komi að boða til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB í næstu viku til að ræða næstu skref. Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB hafa heitið því að efla aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir dauða flóttamanna í Miðjarðarhafi.Í frétt Reuters kemur fram að til standi að efla leitar- og björgunaraðgerðir og aðgerðir til að ná þeim sem skipuleggja slíkar ferðir flóttamanna á illa búnum og ofhlöðnum bátum. Fleiri hundruð flóttamanna hafa drukknað í Miðjarðarhafi síðustu vikurnar og er talið að allt að 950 manns hafi drukknað þegar bátur sökk undan strönd Líbíu um helgina. Stjórnvöld í fjölda Evrópuríkja hafa dregið það að leggja aukið fé til björgunaraðgerða í Miðjarðarhafi af ótta við að óbeint hvetja þannig fleira fólk til að leggja slíkt ferðalag á sig í von um betra líf í Evrópu. Nú sæta þau hins vegar harðri gagnrýni vegna tíðra frétta af dauðsföllum síðustu mánaða. Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði orðspor Evrópusambandsins vera í húfi, þegar hann mætti til ráðherrafundarins í Lúxemborg í morgun. Ítalir hafa lengi beðið önnur aðildarríki sambandsins um aukna aðstoð vegna flóttamannastraumsins. Ítölsk yfirvöld björguðu um átta þúsund flóttamönnum af illa búnum bátum í Miðjarðarhafi í síðustu viku. Hin ítalska Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sambandsins, segir nauðsynlegt að byggja upp sameiginlega ábyrgðartilfinningu innan Evrópusambandsins vegna vandans. Segir hún að til greina komi að boða til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB í næstu viku til að ræða næstu skref.
Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31
Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07