Ráðherrar ESB-ríkja boða hertari aðgerðir Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2015 10:36 Talið er að allt að 950 manns hafi drukknað þegar bátur sökk undan strönd Líbíu um helgina. Vísir/AFP Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB hafa heitið því að efla aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir dauða flóttamanna í Miðjarðarhafi.Í frétt Reuters kemur fram að til standi að efla leitar- og björgunaraðgerðir og aðgerðir til að ná þeim sem skipuleggja slíkar ferðir flóttamanna á illa búnum og ofhlöðnum bátum. Fleiri hundruð flóttamanna hafa drukknað í Miðjarðarhafi síðustu vikurnar og er talið að allt að 950 manns hafi drukknað þegar bátur sökk undan strönd Líbíu um helgina. Stjórnvöld í fjölda Evrópuríkja hafa dregið það að leggja aukið fé til björgunaraðgerða í Miðjarðarhafi af ótta við að óbeint hvetja þannig fleira fólk til að leggja slíkt ferðalag á sig í von um betra líf í Evrópu. Nú sæta þau hins vegar harðri gagnrýni vegna tíðra frétta af dauðsföllum síðustu mánaða. Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði orðspor Evrópusambandsins vera í húfi, þegar hann mætti til ráðherrafundarins í Lúxemborg í morgun. Ítalir hafa lengi beðið önnur aðildarríki sambandsins um aukna aðstoð vegna flóttamannastraumsins. Ítölsk yfirvöld björguðu um átta þúsund flóttamönnum af illa búnum bátum í Miðjarðarhafi í síðustu viku. Hin ítalska Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sambandsins, segir nauðsynlegt að byggja upp sameiginlega ábyrgðartilfinningu innan Evrópusambandsins vegna vandans. Segir hún að til greina komi að boða til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB í næstu viku til að ræða næstu skref. Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB hafa heitið því að efla aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir dauða flóttamanna í Miðjarðarhafi.Í frétt Reuters kemur fram að til standi að efla leitar- og björgunaraðgerðir og aðgerðir til að ná þeim sem skipuleggja slíkar ferðir flóttamanna á illa búnum og ofhlöðnum bátum. Fleiri hundruð flóttamanna hafa drukknað í Miðjarðarhafi síðustu vikurnar og er talið að allt að 950 manns hafi drukknað þegar bátur sökk undan strönd Líbíu um helgina. Stjórnvöld í fjölda Evrópuríkja hafa dregið það að leggja aukið fé til björgunaraðgerða í Miðjarðarhafi af ótta við að óbeint hvetja þannig fleira fólk til að leggja slíkt ferðalag á sig í von um betra líf í Evrópu. Nú sæta þau hins vegar harðri gagnrýni vegna tíðra frétta af dauðsföllum síðustu mánaða. Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði orðspor Evrópusambandsins vera í húfi, þegar hann mætti til ráðherrafundarins í Lúxemborg í morgun. Ítalir hafa lengi beðið önnur aðildarríki sambandsins um aukna aðstoð vegna flóttamannastraumsins. Ítölsk yfirvöld björguðu um átta þúsund flóttamönnum af illa búnum bátum í Miðjarðarhafi í síðustu viku. Hin ítalska Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sambandsins, segir nauðsynlegt að byggja upp sameiginlega ábyrgðartilfinningu innan Evrópusambandsins vegna vandans. Segir hún að til greina komi að boða til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB í næstu viku til að ræða næstu skref.
Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31
Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07