Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2015 14:30 Juha Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Vísir/AFP Allt bendir til að Juha Sipilä komi til með að taka við embætti forsætisráðherra Finnlands af Alexander Stubb á næstu vikum. Miðflokkur Sipilä vann öruggan sigur í þingkosningunum um helgina og bíður Sipilä nú það verkefni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hinn 53 ára Sipilä þykir um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. Hann hafði litla reynslu af stjórnmálum þegar hann var kjörinn formaður Miðflokksins fyrir þremur árum síðan. Í júní 2012 var hann nýkjörinn á þing og fáir Finnar þekktu nokkuðtil mannsins, nema flokksmenn Miðflokksins.Í frétt Svenska dagbladet segir að Juha Sipilä hafi fæðst árið 1961 í smábænum Vetili í vesturhluta Finnlands, er menntaður verkfræðingur og auðgaðist mikið í upplýsingatæknigeiranum. 35 ára gamall seldi hann fyrirtæki sitt fyrir jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Sipilä er talinn höfða meira til fólksins en fráfarandi forsætisráðherrann Stubb sem af mörgum er talinn hrokafullur í fasi. Leiðtogastíl Sipilä er lýst sem pragmatískum og árangursmiðuðum, en Susanna Ginman, leiðarahöfundur Hufvudstadsbladet, segir Finna þó enn lítið vita um hvers lags forsætisráðherra Sipilä verður. Innan Miðflokksins hefur hann breytt starfsháttum og svipa þeir nú til þeirra aðferða sem hann notaðist við innan síns fyrirtækis, með skýrri markmiðasetningu og starfsemi sérstakra starfshópa sem skila skýrslum til forystunnar. Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Fimmta barn þeirra hjóna, yngsti sonurinn Tuomo sem fæddist 1993, lést í febrúar síðastliðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð. Sipilä tók sér þá frí frá kosningabaráttunni eftir að sonur hans lést. Tengdar fréttir Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Allt bendir til að Juha Sipilä komi til með að taka við embætti forsætisráðherra Finnlands af Alexander Stubb á næstu vikum. Miðflokkur Sipilä vann öruggan sigur í þingkosningunum um helgina og bíður Sipilä nú það verkefni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hinn 53 ára Sipilä þykir um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. Hann hafði litla reynslu af stjórnmálum þegar hann var kjörinn formaður Miðflokksins fyrir þremur árum síðan. Í júní 2012 var hann nýkjörinn á þing og fáir Finnar þekktu nokkuðtil mannsins, nema flokksmenn Miðflokksins.Í frétt Svenska dagbladet segir að Juha Sipilä hafi fæðst árið 1961 í smábænum Vetili í vesturhluta Finnlands, er menntaður verkfræðingur og auðgaðist mikið í upplýsingatæknigeiranum. 35 ára gamall seldi hann fyrirtæki sitt fyrir jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Sipilä er talinn höfða meira til fólksins en fráfarandi forsætisráðherrann Stubb sem af mörgum er talinn hrokafullur í fasi. Leiðtogastíl Sipilä er lýst sem pragmatískum og árangursmiðuðum, en Susanna Ginman, leiðarahöfundur Hufvudstadsbladet, segir Finna þó enn lítið vita um hvers lags forsætisráðherra Sipilä verður. Innan Miðflokksins hefur hann breytt starfsháttum og svipa þeir nú til þeirra aðferða sem hann notaðist við innan síns fyrirtækis, með skýrri markmiðasetningu og starfsemi sérstakra starfshópa sem skila skýrslum til forystunnar. Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Fimmta barn þeirra hjóna, yngsti sonurinn Tuomo sem fæddist 1993, lést í febrúar síðastliðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð. Sipilä tók sér þá frí frá kosningabaráttunni eftir að sonur hans lést.
Tengdar fréttir Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37
Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent