Kafarar fundu óþekktan kafbát á hafsbotni undan strönd Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2015 17:54 Grunur leikur á að rússneskir kafbátar hafi reglulega siglt inn á sænsk hafsvæði í Eystrasalti án heimildar. Vísir/AFP Kafarar hafa fundið kafbát á hafsbotni, ekki langt frá austurströnd Svíþjóðar. Báturinn er með kýrillískt áletrun utan á sem bendir til að um rússneskan kafbát sé að ræða. Ekki sjást neinar skemmdir utan á bátnum. „Það bendir til að svo kunni að vera að áhöfnin sé enn um borð,“ segir Dennis Åsberg, einn leitarmanna í samtali við Expressen, en hann starfar hjá fyrirtækinu Ocean X Team. Kafararnir segja að upplýsingar um hnit um hvar ætti að leita hafi komið frá íslensku fyrirtæki. Ekki er greint frá því nánar hvaða fyrirtæki um ræðir.„Við gengum út frá þeim hnitum sem þeir höfðu gefið okkur og fljótlega fundum við kafbátinn,“segir Peter Linberg í samtali við Expressen.Í frétt blaðsins segir að báturinn hafi fundist 2.750 metrum frá austurströnd Svíþjóðar, þó að nánari upplýsingar um staðsetningu liggi ekki fyrir að svo stöddu. Leitarmennirnir segja að svo virðist sem um sé að ræða tiltölulega nýjan kafbát.Aftonbladet spyr Anders Kallin, upplýsingafulltrúa sænska hersins, um hvernig standi á því að íslenskt fyrirtæki finni kafbát á sænsku hafsvæði en ekki sænski sjóherinn. „Það kunna að vera margar ástæður fyrir því að flakið sé að finna þarna, en ég vil ekki velta vöngum yfir því. Nú er hann fundinn og við lítum á myndirnar.“ Tomas Ries, lektor við Försvarshögskolan í Svíþjóð, segir í samtali við Expressen, að ef þetta hafi verið bátur sem hafi verið að sigla þarna með vitund sænskra yfirvalda hefði verið beðið um aðstoð. „Þetta bendir til þess að báturinn hafi verið að sinna leynilegu verkefni og eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þetta er mjög alvarlegt.“ Um er að ræða flak af 20 metra löngum kafbáti og þriggja metra breiðum. Sjá má fyrstu myndirnar af bátnum í frétt Expressen. Tengdar fréttir Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49 Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04 Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02 Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Kafarar hafa fundið kafbát á hafsbotni, ekki langt frá austurströnd Svíþjóðar. Báturinn er með kýrillískt áletrun utan á sem bendir til að um rússneskan kafbát sé að ræða. Ekki sjást neinar skemmdir utan á bátnum. „Það bendir til að svo kunni að vera að áhöfnin sé enn um borð,“ segir Dennis Åsberg, einn leitarmanna í samtali við Expressen, en hann starfar hjá fyrirtækinu Ocean X Team. Kafararnir segja að upplýsingar um hnit um hvar ætti að leita hafi komið frá íslensku fyrirtæki. Ekki er greint frá því nánar hvaða fyrirtæki um ræðir.„Við gengum út frá þeim hnitum sem þeir höfðu gefið okkur og fljótlega fundum við kafbátinn,“segir Peter Linberg í samtali við Expressen.Í frétt blaðsins segir að báturinn hafi fundist 2.750 metrum frá austurströnd Svíþjóðar, þó að nánari upplýsingar um staðsetningu liggi ekki fyrir að svo stöddu. Leitarmennirnir segja að svo virðist sem um sé að ræða tiltölulega nýjan kafbát.Aftonbladet spyr Anders Kallin, upplýsingafulltrúa sænska hersins, um hvernig standi á því að íslenskt fyrirtæki finni kafbát á sænsku hafsvæði en ekki sænski sjóherinn. „Það kunna að vera margar ástæður fyrir því að flakið sé að finna þarna, en ég vil ekki velta vöngum yfir því. Nú er hann fundinn og við lítum á myndirnar.“ Tomas Ries, lektor við Försvarshögskolan í Svíþjóð, segir í samtali við Expressen, að ef þetta hafi verið bátur sem hafi verið að sigla þarna með vitund sænskra yfirvalda hefði verið beðið um aðstoð. „Þetta bendir til þess að báturinn hafi verið að sinna leynilegu verkefni og eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þetta er mjög alvarlegt.“ Um er að ræða flak af 20 metra löngum kafbáti og þriggja metra breiðum. Sjá má fyrstu myndirnar af bátnum í frétt Expressen.
Tengdar fréttir Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49 Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04 Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02 Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Gys gert að Svíum vegna kafbátaleitarinnar Rússneskir fjölmiðlar hafa tekið saman nokkrar gamansamar kenningar um hvað kunni að leynast í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. 21. október 2014 10:49
Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum Segja sannarnir liggja fyrir um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í október. 14. nóvember 2014 10:04
Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur. 24. október 2014 07:02
Finnski sjóherinn leitar kafbáts fyrir utan Helsinki Fjöldi finnskra skipa leita nú á svæðinu auk þess að viðvörunarskotum hefur verið skotið. 28. apríl 2015 09:39