Jonathan Glenn: Með sköflunga úr stáli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2015 22:22 Jonathan Glenn í Blikagallanum í kvöld. vísir/stefán Þegar Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður í lið Breiðabliks sem gerði markalaust jafntefli við KR í kvöld hafði hann afrekað að spila fyrir tvö lið í einni og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla. Glenn var lánaður til Breiðabliks eftir að hafa komið inn á sem varamaður með ÍBV gegn Stjörnunni nokkrum klukkustundum fyrr. Hann fékk svo leikheimild í dag og var með nýja liðinu sínu gegn KR í kvöld.Sjá einnig:Dómarinn á sjúkrahús með heilahristing | Sjáðu af hverju „Þetta var nokkuð sérstök helgi hjá mér. Ég átti ekki von á því að fá leikheimild strax með Breiðabliki en þetta gekk upp á endanum. Það er hálfgerð bilun að spila tvo leiki í sömu umferðinni,“ sagði Glenn sem er ánægður með vistaskiptin. „Breiðablik er metnaðarfullt félag sem ætlar sér stóra hluti. Ég vil taka þátt í því. Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá ÍBV og öllu því góða fólki sem ég kynntist þar. En mér fannst tímabært að breyta til.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fá færri mínútur hjá ÍBV eftir að félagið fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson heim. „Ég vildi sjá hvort að eitthvað myndi ganga upp hjá mér í glugganum og svo kom það í ljós að Breiðablik vildi fá mig. Ég held að það hafi verið gott fyrir alla aðila.“ Hann segir að bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í kvöld en að líklega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. Glenn fékk þó eitt allra besta færi leiksins þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á samherja. „Við hefðum gjarnan viljað vinna. Ég fékk gott færi eftir að komist inn í slæma sendingu. En ég var óheppinn, snertingin sveik mig og markvörðurinn þeirra var mjög fljótur út.“ Það þurfti að huga að Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, í nokkra stund eftir samstuðið en Glenn fékk líka högg á sköflunginn sem skrámaðist. „Það hafði ekki ekkert að segja. Þeir eru gerðir úr stáli,“ sagði hann og hló dátt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Þegar Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður í lið Breiðabliks sem gerði markalaust jafntefli við KR í kvöld hafði hann afrekað að spila fyrir tvö lið í einni og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla. Glenn var lánaður til Breiðabliks eftir að hafa komið inn á sem varamaður með ÍBV gegn Stjörnunni nokkrum klukkustundum fyrr. Hann fékk svo leikheimild í dag og var með nýja liðinu sínu gegn KR í kvöld.Sjá einnig:Dómarinn á sjúkrahús með heilahristing | Sjáðu af hverju „Þetta var nokkuð sérstök helgi hjá mér. Ég átti ekki von á því að fá leikheimild strax með Breiðabliki en þetta gekk upp á endanum. Það er hálfgerð bilun að spila tvo leiki í sömu umferðinni,“ sagði Glenn sem er ánægður með vistaskiptin. „Breiðablik er metnaðarfullt félag sem ætlar sér stóra hluti. Ég vil taka þátt í því. Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá ÍBV og öllu því góða fólki sem ég kynntist þar. En mér fannst tímabært að breyta til.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fá færri mínútur hjá ÍBV eftir að félagið fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson heim. „Ég vildi sjá hvort að eitthvað myndi ganga upp hjá mér í glugganum og svo kom það í ljós að Breiðablik vildi fá mig. Ég held að það hafi verið gott fyrir alla aðila.“ Hann segir að bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í kvöld en að líklega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. Glenn fékk þó eitt allra besta færi leiksins þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á samherja. „Við hefðum gjarnan viljað vinna. Ég fékk gott færi eftir að komist inn í slæma sendingu. En ég var óheppinn, snertingin sveik mig og markvörðurinn þeirra var mjög fljótur út.“ Það þurfti að huga að Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, í nokkra stund eftir samstuðið en Glenn fékk líka högg á sköflunginn sem skrámaðist. „Það hafði ekki ekkert að segja. Þeir eru gerðir úr stáli,“ sagði hann og hló dátt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira