Jonathan Glenn: Með sköflunga úr stáli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2015 22:22 Jonathan Glenn í Blikagallanum í kvöld. vísir/stefán Þegar Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður í lið Breiðabliks sem gerði markalaust jafntefli við KR í kvöld hafði hann afrekað að spila fyrir tvö lið í einni og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla. Glenn var lánaður til Breiðabliks eftir að hafa komið inn á sem varamaður með ÍBV gegn Stjörnunni nokkrum klukkustundum fyrr. Hann fékk svo leikheimild í dag og var með nýja liðinu sínu gegn KR í kvöld.Sjá einnig:Dómarinn á sjúkrahús með heilahristing | Sjáðu af hverju „Þetta var nokkuð sérstök helgi hjá mér. Ég átti ekki von á því að fá leikheimild strax með Breiðabliki en þetta gekk upp á endanum. Það er hálfgerð bilun að spila tvo leiki í sömu umferðinni,“ sagði Glenn sem er ánægður með vistaskiptin. „Breiðablik er metnaðarfullt félag sem ætlar sér stóra hluti. Ég vil taka þátt í því. Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá ÍBV og öllu því góða fólki sem ég kynntist þar. En mér fannst tímabært að breyta til.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fá færri mínútur hjá ÍBV eftir að félagið fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson heim. „Ég vildi sjá hvort að eitthvað myndi ganga upp hjá mér í glugganum og svo kom það í ljós að Breiðablik vildi fá mig. Ég held að það hafi verið gott fyrir alla aðila.“ Hann segir að bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í kvöld en að líklega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. Glenn fékk þó eitt allra besta færi leiksins þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á samherja. „Við hefðum gjarnan viljað vinna. Ég fékk gott færi eftir að komist inn í slæma sendingu. En ég var óheppinn, snertingin sveik mig og markvörðurinn þeirra var mjög fljótur út.“ Það þurfti að huga að Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, í nokkra stund eftir samstuðið en Glenn fékk líka högg á sköflunginn sem skrámaðist. „Það hafði ekki ekkert að segja. Þeir eru gerðir úr stáli,“ sagði hann og hló dátt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Þegar Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður í lið Breiðabliks sem gerði markalaust jafntefli við KR í kvöld hafði hann afrekað að spila fyrir tvö lið í einni og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla. Glenn var lánaður til Breiðabliks eftir að hafa komið inn á sem varamaður með ÍBV gegn Stjörnunni nokkrum klukkustundum fyrr. Hann fékk svo leikheimild í dag og var með nýja liðinu sínu gegn KR í kvöld.Sjá einnig:Dómarinn á sjúkrahús með heilahristing | Sjáðu af hverju „Þetta var nokkuð sérstök helgi hjá mér. Ég átti ekki von á því að fá leikheimild strax með Breiðabliki en þetta gekk upp á endanum. Það er hálfgerð bilun að spila tvo leiki í sömu umferðinni,“ sagði Glenn sem er ánægður með vistaskiptin. „Breiðablik er metnaðarfullt félag sem ætlar sér stóra hluti. Ég vil taka þátt í því. Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá ÍBV og öllu því góða fólki sem ég kynntist þar. En mér fannst tímabært að breyta til.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fá færri mínútur hjá ÍBV eftir að félagið fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson heim. „Ég vildi sjá hvort að eitthvað myndi ganga upp hjá mér í glugganum og svo kom það í ljós að Breiðablik vildi fá mig. Ég held að það hafi verið gott fyrir alla aðila.“ Hann segir að bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í kvöld en að líklega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. Glenn fékk þó eitt allra besta færi leiksins þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á samherja. „Við hefðum gjarnan viljað vinna. Ég fékk gott færi eftir að komist inn í slæma sendingu. En ég var óheppinn, snertingin sveik mig og markvörðurinn þeirra var mjög fljótur út.“ Það þurfti að huga að Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, í nokkra stund eftir samstuðið en Glenn fékk líka högg á sköflunginn sem skrámaðist. „Það hafði ekki ekkert að segja. Þeir eru gerðir úr stáli,“ sagði hann og hló dátt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira