Aprílgabb Fréttablaðsins: Vildu næla sér í úlfalda en fengu fiskibollur 2. apríl 2015 12:00 Ekkert var um skóflustungu en fólk gat skóflað í sig fiskibollum í staðinn Fréttablaðið/Ernir „Þetta gekk svo vel upp að pabbi hringdi í mig í morgun og vildi að ég tæki frá úlfaldakjöt fyrir sig,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði tekið fyrstu skóflustungu að mosku á lóðinni við Sogamýri. Í athöfninni átti Félag múslima að hafa fórnað úlfalda til að halda óvinveittum öflum frá moskunni og gæfi kjötið í Fiskikónginum við Sogaveg. Ekkert varð þó af fórninni né skóflustungunni þar sem um aprílgabb Fréttablaðsins var að ræða. „Hér mættu um 40 til 50 manns,“ segir Kristján. „Fólk var í fyrstu pirrað en við leystum það út með tveimur kílóum af fiskibollum, síðan fór fólk bara út í bíl og hló að þessu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og fiskibollufatið er alveg tómt,“ segir hann. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, var ein þeirra sem féllu fyrir gabbinu en á Facebook-síðu sína setti hún eftirfarandi stöðufærslu: „Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en „fyrstu skóflustungur“ væru teknar – en það er kannski bara misskilningur. Best að gúggla það,“ skömmu síðar áttaði hún sig á því að um aprílgabb var að ræða og gantaðist með það sjálf. Fréttablaðið áréttar að frétt gærdagsins var aprílgabb og biður þá sem hlupu apríl velvirðingar. Aprílgabb Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Þetta gekk svo vel upp að pabbi hringdi í mig í morgun og vildi að ég tæki frá úlfaldakjöt fyrir sig,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði tekið fyrstu skóflustungu að mosku á lóðinni við Sogamýri. Í athöfninni átti Félag múslima að hafa fórnað úlfalda til að halda óvinveittum öflum frá moskunni og gæfi kjötið í Fiskikónginum við Sogaveg. Ekkert varð þó af fórninni né skóflustungunni þar sem um aprílgabb Fréttablaðsins var að ræða. „Hér mættu um 40 til 50 manns,“ segir Kristján. „Fólk var í fyrstu pirrað en við leystum það út með tveimur kílóum af fiskibollum, síðan fór fólk bara út í bíl og hló að þessu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og fiskibollufatið er alveg tómt,“ segir hann. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, var ein þeirra sem féllu fyrir gabbinu en á Facebook-síðu sína setti hún eftirfarandi stöðufærslu: „Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en „fyrstu skóflustungur“ væru teknar – en það er kannski bara misskilningur. Best að gúggla það,“ skömmu síðar áttaði hún sig á því að um aprílgabb var að ræða og gantaðist með það sjálf. Fréttablaðið áréttar að frétt gærdagsins var aprílgabb og biður þá sem hlupu apríl velvirðingar.
Aprílgabb Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira