Enski boltinn

Balotelli fagnaði ekki fyrsta markinu en brosti á Instagram í staðinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Balotelli.
Balotelli. vísir/getty
Mario Balotelli tryggði Liverpool mikilvægan sigur á Tottenham, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi með sínu fyrsta deildarmarki fyrir liðið.

Sigurinn kom Liverpool í 42 stig í deildinni og er það nú aðeins einu stigi frá Tottenham og þremur stigum frá Arsenal í baráttunni um fjórða sætið.

Sjá einnig:Balotelli tryggði Liverpool sigur á Tottenham | Sjáið mörkin í leiknum

Fyrsta mark Balotelli í úrvalsdeildinni fyrir Liverpool:


Þrátt fyrir að ná loksins að skora mark fyrir Liverpool í úrvalsdeildinni eftir erfiða tíma á Anfield fagnaði Ítalinn ekki markinu. Hann brosti ekki einu sinni.

Framherjinn hafnaði öllum viðtalsbeiðnum eftir leikinn en þakkaði þeim sem hafa stutt sig í gegnum erfiðu tímana á Instagram í gærkvöldi.

Balotelli tók mynd af sér skælbrosandi og skrifaði: „Frábær leikur, strákar. Þetta bros er BARA fyrir þá sem hafa alltaf haft trú á mér og stutt mig. Takk fyrir og áfram Liverpool. En nú heldur maður áfram að leggja mikið á sig. Kvöldið í kvöld er fortíðin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×