Fjörutíu féllu í valinn í röð árása skæruliða á Kabúl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Tugir létust í Kabúl um helgina eftir röð árása skæruliða á höfuðborg Afganistans. nordicphotos/afp Fjörutíu féllu í fjórum sprengjuárásum í Kabúl um helgina, sem fréttastofa Guardian kallar hina blóðugustu í afgönsku höfuðborginni í áraraðir. Flestir þeirra sem létust voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Atlantshafsbandalagið staðfesti einnig að einn úr þess röðum hefði fallið. Fyrsta árásin, og sú mannskæðasta, var sjálfsmorðsárás. Þá sprengdi talibani, klæddur í einkennisbúning lögreglu, sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögregluskóla þar sem verðandi lögreglumenn biðu í röð eftir að komast inn. Nokkrum klukkustundum seinna sprungu tvær sprengjur norðan við alþjóðaflugvöll borgarinnar þegar árásarmenn réðust að herstöð Bandaríkjamanna, Camp Integrity. Einn hermaður lést auk átta almennra borgara og tveggja skæruliða samkvæmt tilkynningu Bandaríkjahers. Látni hermaðurinn er sá fimmti úr röðum Bandaríkjamanna sem fellur í Afganistan á árinu. Í kjölfar árásarinnar hringsóluðu herflugvélar Bandaríkjamanna yfir Kabúl. Bílsprengja sprakk þar að auki á laugardagsmorgun utan við herstöð Afgana í borginni, nærri miðborg Kabúl. Tuttugu féllu við sprenginguna og nokkur hundruð særðust, misalvarlega. Flestir hinna slösuðu leituðu læknisaðstoðar vegna glerbrota sem í þeim höfðu lent. „Öll þau tuttugu sem féllu í valinn voru almennir borgarar,“ segir Kabir Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í Kabúl. Hin föllnu bætast í hóp fimm þúsund almennra borgara sem fallið hafa í átökum í Afganistan á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að sex fyrstu mánuðir þessa árs hefðu verið þeir blóðugustu í Afganistan undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar segja að breytt aðferðafræði skæruliða liggi að baki meira mannfalli, en nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðsárásir urðu í Kabúl á fyrri helmingi þessa árs en á síðasta hálfa ári á undan. Talsmaður talibana, Zabiullah Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talibana á árásinni á lögreglumennina en tjáði sig ekki um hinar árásirnar þrjár. Talibanar tilkynntu um skipun nýs leiðtoga þeirra, Akhtars Mansour, eftir að ríkisstjórn Afgana tilkynnti um andlát þess fyrrverandi, Muhammads Omar. Mansour hafði verið aðstoðarmaður Omars undanfarin ár. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Fjörutíu féllu í fjórum sprengjuárásum í Kabúl um helgina, sem fréttastofa Guardian kallar hina blóðugustu í afgönsku höfuðborginni í áraraðir. Flestir þeirra sem létust voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Atlantshafsbandalagið staðfesti einnig að einn úr þess röðum hefði fallið. Fyrsta árásin, og sú mannskæðasta, var sjálfsmorðsárás. Þá sprengdi talibani, klæddur í einkennisbúning lögreglu, sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögregluskóla þar sem verðandi lögreglumenn biðu í röð eftir að komast inn. Nokkrum klukkustundum seinna sprungu tvær sprengjur norðan við alþjóðaflugvöll borgarinnar þegar árásarmenn réðust að herstöð Bandaríkjamanna, Camp Integrity. Einn hermaður lést auk átta almennra borgara og tveggja skæruliða samkvæmt tilkynningu Bandaríkjahers. Látni hermaðurinn er sá fimmti úr röðum Bandaríkjamanna sem fellur í Afganistan á árinu. Í kjölfar árásarinnar hringsóluðu herflugvélar Bandaríkjamanna yfir Kabúl. Bílsprengja sprakk þar að auki á laugardagsmorgun utan við herstöð Afgana í borginni, nærri miðborg Kabúl. Tuttugu féllu við sprenginguna og nokkur hundruð særðust, misalvarlega. Flestir hinna slösuðu leituðu læknisaðstoðar vegna glerbrota sem í þeim höfðu lent. „Öll þau tuttugu sem féllu í valinn voru almennir borgarar,“ segir Kabir Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í Kabúl. Hin föllnu bætast í hóp fimm þúsund almennra borgara sem fallið hafa í átökum í Afganistan á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að sex fyrstu mánuðir þessa árs hefðu verið þeir blóðugustu í Afganistan undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar segja að breytt aðferðafræði skæruliða liggi að baki meira mannfalli, en nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðsárásir urðu í Kabúl á fyrri helmingi þessa árs en á síðasta hálfa ári á undan. Talsmaður talibana, Zabiullah Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talibana á árásinni á lögreglumennina en tjáði sig ekki um hinar árásirnar þrjár. Talibanar tilkynntu um skipun nýs leiðtoga þeirra, Akhtars Mansour, eftir að ríkisstjórn Afgana tilkynnti um andlát þess fyrrverandi, Muhammads Omar. Mansour hafði verið aðstoðarmaður Omars undanfarin ár.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira