Rússar hefja víðtækar efnahagsaðgerðir gegn Tyrkjum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. nóvember 2015 21:54 Vladimír Pútín vísir/getty Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um víðtækar efnahagsaðgerðir Rússland gegn Tyrklandi. Aðgerðirnar fela í sér viðbrögð við því að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem þeir töldu vera á ferð í lofthelgi sinni. Þetta kemur fram á vef BBC. Tilskipunin felur í sér að Rússar munu ekki flytja inn vörur frá Tyrklandi auk þess að tyrkneskum fyrirtækjum verður meinað að halda úti starfsemi í landinu. Þá verður Tyrkjum meinað að starfa á rússneskri grundu. Þá er þeim tilmælum beint til ferðaskrifstofa í landinu að selja ekki ferðir til Tyrklands. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur neitað að biðjast opinberlega afsökunar á því að herþotan hafi verið skotin niður. Fyrr í dag sagði Erdogan hins vegar að hann væri afar leiður yfir því hvernig fór. Tveir flugmenn voru um borð og komst annar þeir af á lífi. Ljóst er að aðgerðirnar gætu haft talsverðar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland en sem stendur er Rússland næst stærsti innflytjandi landsins. Þá heimsækja hátt í þrjár milljónir rússneskra ferðamanna Tyrkland ár hvert. Samkvæmt upplýsingum frá Kreml þá búa og starfa um 90.000 Tyrkir í Rússlandi. Séu fjölskyldumeðlimir þeirra teknir með í reikninginn er líklegt að ríflega 200.000 Tyrkir dveljist í landinu. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um víðtækar efnahagsaðgerðir Rússland gegn Tyrklandi. Aðgerðirnar fela í sér viðbrögð við því að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu sem þeir töldu vera á ferð í lofthelgi sinni. Þetta kemur fram á vef BBC. Tilskipunin felur í sér að Rússar munu ekki flytja inn vörur frá Tyrklandi auk þess að tyrkneskum fyrirtækjum verður meinað að halda úti starfsemi í landinu. Þá verður Tyrkjum meinað að starfa á rússneskri grundu. Þá er þeim tilmælum beint til ferðaskrifstofa í landinu að selja ekki ferðir til Tyrklands. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur neitað að biðjast opinberlega afsökunar á því að herþotan hafi verið skotin niður. Fyrr í dag sagði Erdogan hins vegar að hann væri afar leiður yfir því hvernig fór. Tveir flugmenn voru um borð og komst annar þeir af á lífi. Ljóst er að aðgerðirnar gætu haft talsverðar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland en sem stendur er Rússland næst stærsti innflytjandi landsins. Þá heimsækja hátt í þrjár milljónir rússneskra ferðamanna Tyrkland ár hvert. Samkvæmt upplýsingum frá Kreml þá búa og starfa um 90.000 Tyrkir í Rússlandi. Séu fjölskyldumeðlimir þeirra teknir með í reikninginn er líklegt að ríflega 200.000 Tyrkir dveljist í landinu.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira